Innlent

Líkamsleifar enn á víð og dreif

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Rúmri viku eftir að flugvél Malaysian airlines hrapaði til jarðar í austurhluta Úkraínu, með þeim afleiðingum að 298 létust, má sjá líkamsleifar farþeganna á víð og dreif í kring um slysstað.

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir nauðsynlegt að bregðast strax við og vill að alþjóðlegir sérfræðingar fái aðgang að vettvangnum.

„Aðrir geta tekið þátt í stjórnmáladeilunni í Austur-Evrópu. En okkar helsta markmið núna er að fá hina látnu aftur heim,“ sagði Abott á blaðamannafundi í dag, en þrjátíu og átta hinna látnu voru Ástralir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×