Innlent

Leyfum hænsnahald í borginni

Ein af tillögunum sem nú er hægt að skoða á vef Betri Reykjavíkur er að dýpka ætti Reykjavíkurtjörn og nýta hana svo til tómstunda, svo sem frístundaveiða.
Ein af tillögunum sem nú er hægt að skoða á vef Betri Reykjavíkur er að dýpka ætti Reykjavíkurtjörn og nýta hana svo til tómstunda, svo sem frístundaveiða. Mynd/Fréttablaðið-KG
Hér er listi af tillögum sem hafa borist.
Betri Reykjavík er nýr samráðsvefur höfuðborgarbúa, þar sem þeir geta lagt fram hugmyndir um málefni borgarinnar og haft með því bein áhrif á ákvarðanatöku. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði nokkrar af á fjórða hundrað tillagna á vefnum.

Reykjavíkurborg tók um mánaðamótin sextán tillögur til umfjöllunar af vefnum Betri Reykjavík, www.betrireykjavik.is, eins og hún hafði skuldbundið sig til.


Betri Reykjavík er nokkurs konar samfélagsvefur sem er rekinn af sjálfseignarstofnuninni Íbúar Samráðslýðræði, í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Vefurinn var opnaður formlega 19. október síðastliðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og nú er hægt að skoða á vefnum á fjórða hundrað tillagna til úrbóta frá vel á annað þúsund borgarbúum.

Reykjavíkurborg tók um mánaðamótin sextán tillögur til umfjöllunar af vefnum Betri Reykjavík, www.betrireykjavik.is, eins og hún hafði skuldbundið sig til.Einfalt er að freista þess að hafa bein áhrif á málefni borgarinnar, með því að skrá sig og setja fram hugmyndir um málefni er varðar rekstur og þjónustu.

Auk þess að setja fram hugmyndir er hægt að skoða hugmyndir annarra, rökstyðja mál, segja skoðun sína eða gefa hugmyndum og rökum vægi með því að styðja eða vera á móti.

Vægi hugmynda ræðst af því hversu margir styðja hana eða eru á móti henni. Næstmestu áhrifin á röðunina koma til af því meðaltali sem hugmynd fær, eftir því hvernig notendur Betri Reykjavíkur raða henni í forgangsröð á síðunni "mínar hugmyndir".

Notendur safna samfélags stigum og geta meðal annars notað þau til að hvetja aðra notendur til að styðja við þær hugmyndir sem viðkomandi vill koma á framfæri.

Notandi fær meðal annars eitt samfélagsstig ef einhver ákveður að fylgjast með honum og tapar einu stigi þegar einhver hættir að fylgjast með honum. Þá fær hann stig ef einhverjum finnast rök hans gagnleg og viðbótarstig ef bæði þeim sem styðja hugmynd og eru á móti henni finnast rök hans gagnleg. Með samfélagsstigum er svo hægt að kaupa hvatningar. Þannig er virkum notendum umbunað með meiri áhrifum.

Síðasta virka dag hvers mánaðar verða framvegis fimm efstu hugmyndirnar á Betri Reykjavík og efsta hugmyndin í hverjum málaflokki færðar til formlegrar umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×