Sport

Lést eftir rothögg í fyrsta boxbardaganum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Menn fá oft þung högg í hringnum. Myndin tengist fréttinni ekki.
Menn fá oft þung högg í hringnum. Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Breski boxheimurinn syrgir nú hinn 22 ára gamla Kuba Moczyk sem lést í gær eftir að hafa verið rotaður í boxhringnum á laugardaginn.

Kuba Moczyk var áhugaboxari og að þetta var hans fyrsti bardagi. Moczyk hafði verið í dái frá því á laugardaginn en lést í gær umkringdur fjölskyldu sinni. Fjölskyldan gaf hluta líffæra hans en hann var búin að vera í öndunarvél frá því að hann kom á sjúkrahúsið.

Kuba Moczyk var að vinna bardagann samkvæmt mati þjálfara síns þegar Moczyk fékk höggið sem síðan dró hann til dauða. Sá sem sló hann niður var aðeins sautján ára gamall samkvæmt heimildum BBC.

Leon Docwra, skipuleggjandi boxbardaga á svæðinu, bjóst aldrei við miklu af Kuba Moczyk og það var útaf einni ástæðu: Hann var með hjarta úr gulli.

„Það var stórt skref fyrir hann að stíga inn í hringinn og allir voru svo stoltir af honum,“ sagði Leon Docwra.

„Hann var aldrei að fara að verða meistaraboxari þótt að hann væri góður því hann var alltof góðhjartaður,“ sagði Leon Docwra.

Atburðurinn fékk mikið á Leon Docwra en hann hefur nú bannað sonum sínum að boxa en þeir eru ellefu og sextán ára gamlir.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×