Leikskólastjórinn sagður hafa bundið barn í refsingarskyni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. september 2014 07:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu Foreldrar leikskólabarns á Kirkjubæjarklaustri hafa leitað til yfirvalda eftir að leikskólastjóri var sakaður um að hafa bundið barnið niður við stól með trefli þegar það átti bágt með að sitja kyrrt og vildi ekki borða mat. Um er að ræða Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Málið komst upp þegar annað barn á leikskólanum greindi foreldrum sínum frá því. Þeir upplýstu foreldra barnsins sem um ræðir um atvikið. Í kjölfarið gengu þeir á leikskólastjórann vegna atviksins sem neitaði að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Fréttablaðið ræddi í gærkvöldi við einstakling sem varð vitni að atvikinu og staðfesti hann lýsingu barnsins á því. Sá einstaklingur hafði samband við bæjaryfirvöld á Kirkjubæjarklaustri til að fá upplýsingar um hvernig hann ætti að snúa sér í málinu. Í kjölfarið ræddi hann við félagsmálayfirvöld og lýsti atvikinu sem um ræðir. Að sögn foreldra barnsins er málið komið í ferli hjá sveitarfélaginu og hafa þeir hitt félagsráðgjafa einu sinni vegna þess. Hvert framhald málsins verður er óljóst en foreldrarnir eiga von á að hitta félagsráðgjafann aftur í þessari viku. Leikskólastjórinn er enn að störfum við skólann. Í samtali við Fréttablaðið neitar hún að hafa bundið barnið niður og furðar sig á ásökunum um slíkt. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, þekkir ekki til málsins en segir það að reyra niður barn gangi gegn ákvæðum barnaverndarlaga. „Það er alveg ljóst að þetta er afar vond uppeldisaðferð. Þetta er refsing og það er kveðið á um það í lögum að allar refsingar, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar, eru refsiverðar. Það er ekki að tilefnislausu sem það er sett inn í lögin, allar svona aðferðir eru til þess fallnar að skaða barnið sálrænt og þetta eru uppeldisaðferðir sem eru fráleitar,“ segir hann. Bragi segir svona aðferðir hafa tíðkast hér á árum áður en hann hefði haldið að þetta myndi ekki sjást í dag. „Af og til koma upp svona tilvik þar sem starfsfólkið virðist vera ráðþrota í sínum störfum. Það getur verið að börnin sem í hlut eiga séu stjórnlaus og mjög erfitt að höndla þau en þetta er ekki aðferðin til að glíma við uppeldi barna. Það eru allt aðrar aðferðir sem eru viðurkenndar og bera árangur þannig að svona starfsaðferðir eru óásættanlegar,“ segir Bragi. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Foreldrar leikskólabarns á Kirkjubæjarklaustri hafa leitað til yfirvalda eftir að leikskólastjóri var sakaður um að hafa bundið barnið niður við stól með trefli þegar það átti bágt með að sitja kyrrt og vildi ekki borða mat. Um er að ræða Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Málið komst upp þegar annað barn á leikskólanum greindi foreldrum sínum frá því. Þeir upplýstu foreldra barnsins sem um ræðir um atvikið. Í kjölfarið gengu þeir á leikskólastjórann vegna atviksins sem neitaði að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Fréttablaðið ræddi í gærkvöldi við einstakling sem varð vitni að atvikinu og staðfesti hann lýsingu barnsins á því. Sá einstaklingur hafði samband við bæjaryfirvöld á Kirkjubæjarklaustri til að fá upplýsingar um hvernig hann ætti að snúa sér í málinu. Í kjölfarið ræddi hann við félagsmálayfirvöld og lýsti atvikinu sem um ræðir. Að sögn foreldra barnsins er málið komið í ferli hjá sveitarfélaginu og hafa þeir hitt félagsráðgjafa einu sinni vegna þess. Hvert framhald málsins verður er óljóst en foreldrarnir eiga von á að hitta félagsráðgjafann aftur í þessari viku. Leikskólastjórinn er enn að störfum við skólann. Í samtali við Fréttablaðið neitar hún að hafa bundið barnið niður og furðar sig á ásökunum um slíkt. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, þekkir ekki til málsins en segir það að reyra niður barn gangi gegn ákvæðum barnaverndarlaga. „Það er alveg ljóst að þetta er afar vond uppeldisaðferð. Þetta er refsing og það er kveðið á um það í lögum að allar refsingar, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar, eru refsiverðar. Það er ekki að tilefnislausu sem það er sett inn í lögin, allar svona aðferðir eru til þess fallnar að skaða barnið sálrænt og þetta eru uppeldisaðferðir sem eru fráleitar,“ segir hann. Bragi segir svona aðferðir hafa tíðkast hér á árum áður en hann hefði haldið að þetta myndi ekki sjást í dag. „Af og til koma upp svona tilvik þar sem starfsfólkið virðist vera ráðþrota í sínum störfum. Það getur verið að börnin sem í hlut eiga séu stjórnlaus og mjög erfitt að höndla þau en þetta er ekki aðferðin til að glíma við uppeldi barna. Það eru allt aðrar aðferðir sem eru viðurkenndar og bera árangur þannig að svona starfsaðferðir eru óásættanlegar,“ segir Bragi.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira