Enski boltinn

Leikmenn Arsenal bauluðu á stjórnaformanninn eftir bikarúrslitin

Ivan Gazidis.
Ivan Gazidis. vísir/getty
Ivan Gazidis, stjórnarformaður Arsenal, skellti sér inn í klefa liðsins eftir að það varð bikarmeistari annað árið í röð á laugardaginn.

Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, reyndi að stilla mannskapinn þegar lætin voru sem mest því hann vildi að Gazidis myndi segja hver bónus leikmanna liðsins væri fyrir að vinna bikarinn.

Gazidis brá á leik, benti á hjarta sér og sagði: „Bónusinn er hérna, strákar mínir.“

Þá var baulað allhressilega á stjórnarformanninn, í góðu þó, en hann fór væntanlega í það að greiða út bónusa strax og bankar opnaðu í morgun.

Daily Mirror hefur birt myndband af atvikinu sem sjá má með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×