Leiguverð í Borgum sambærilegt við helstu stórborgir heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 14:18 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu liggur ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð - svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings," sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Leiguverð í skrifstofuhúsunum í Borgum á Akureyri, þangað sem talað hefur verið um að flytja Fiskistofu, er svo hátt að Jafnréttisstofa ætlar að flytja þaðan út um áramót. Fleiri opinberar stofnanir eru á flótta þaðan undan leiguverðinu. Leiguverðið í Borgum er hærra en í viðskiptahverfum helstu höfuðborga á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu liggur ekkert á skoðun sinni á því af hverju hún er á förum úr húsinu:„Ástæðan fyrir því að við erum að flytja er sú að við þurfum að borga gríðarlega háa leigu, yfir 4000 krónur á fermetrann, sem er mjög hátt leiguverð - svipað og á Manhattan í New York. Þetta er meira en svona lítil stofnun ræður við og skelfileg nýting á skattfé almennings," sagði Krístín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisráðs. Leiguverð á fermetra þar er um 4,500 krónur, eða tæp milljón á mánuði fyrir þá 226 fermetra sem stofnunin hefur til umráða. Þetta er um það bil fjórfalt hærra verð en greitt er fyrir fermetrann í öðru skrifstofuhúsnæði á Akureyri, í álíka fjarlægð frá miðbænum og Borgir eru, samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins. Leiguverðið í Borgum er líka töluvert hærra en fjármálahverfi Berlínar, á vinsælu hafnarsvæði Kaupmannahafnar og í Evrópuhverfinu í Brussel. Það er ekki fyrr en komið er í hjarta fjármálahverfis New York borgar að hærra verð sést, en þó ekki nema liðlega þúsund krónum hærra á fermetra en í Borgum á Akureyri, sem ríkið tók á leigu fyrir tíu árum, með 25 ára óbreytanlegum og óuppsegjanlegum samningi við fasteignafélag. Lauslega áætlað er talið að Fiskistofa þurfi um það bil þúsund fermetra húsnæði á Akureyri en leiga fyrir slíkt í Borgum yrði þá hátt í fjórar milljónir á mánuði. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri sagði nú rétt fyrir hádegi að slíkt komi ekki til greina og að hann telji sig hafa frjálsar hendur til að finna hagkvæmari leið.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira