Laun stjórnarmanna í Bláa lóninu hækkuð: "Þetta eru ekki eðlileg laun" Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:00 Rekstur Bláa lónsins gengur afar vel og árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. vísir/gva Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur. Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Stjórnarformaður á að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.Gunnar örn Guðmundsson, hluthafi og fyrrverandi starfsmaður Bláa lónsins, segir græðgisvæðingu hafa tekið sér bólfestu hjá stjórnendum lónsins.Vísir/Hilmar BragiGunnar Örn Guðmundsson á lítinn hlut í einkahlutafélaginu og hefur sótt aðalfundi félagsins í gegnum tíðina. Hann er mjög ósáttur við hækkunina. „Ég get ekki orða bundist. Ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Ég var ekki á láglaunalistanum en fékk þó eingöngu 350 þúsund krónur fyrir 46 tíma vinnuviku, sömu upphæð og varamenn stjórnarinnar sem mæta á fund einu sinni í mánuði. Ef ég hefði haft sama tímakaup og stjórnarmenn væri ég milljarðamæringur,“ segir Gunnar og bætir við að rökstuðningur stjórnarmanna fyrir hækkun launa hafi verið mikil ábyrgð stjórnarmanna, gífurleg vinna stjórnarinnar vegna vaxtar fyrirtækisins og að hækkunin sé í samræmi við laun stjórnarmanna í sambærilegum fyrirtækjum. „Þetta er allt fólk sem starfar daglega við annað þannig að ég veit ekki hvað fara raunverulega margir tímar í þessi störf. Svo skiptir engu máli við hvern er miðað, það réttlætir ekkert. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins og þetta eru ekki eðlileg laun,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson. Bláa lónið hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu árin. Um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara í Bláa lónið og rekstur lónsins hefur gengið afar vel. Árið 2013 skilaði félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta. Áætluð velta þessa árs er um fimm milljarðar samkvæmt frétt á heimasíðu lónsins. Samkvæmt verðskrá Bláa lónsins kostar 6.400 krónur fyrir fullorðna yfir sumartímann. Á veturna kostar 5.400 krónur.
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira