Sport

Landsliðsþjálfarinn framlengir við blakdeild Aftureldingar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rogerio Ponticelli
Rogerio Ponticelli Mynd/Aðsend
Rogerio Ponticelli, þjálfari blakdeildar Aftureldingar sem og íslenska landsliðsins, endurnýjaði í dag samning sinn við Aftureldingu. Mun hann því halda áfram því starfi sem hann hefur unnið hjá félaginu undanfarið en hann þjálfar allt frá 3. flokki stúlkna og pilta ásamt því að þjálfa allt upp úr því.

Honum til aðstoðar var ráðinn hinn spænski Eduardo Berenguer Herrero sem er með þjálfaragráðu á 3. stigi í blaki. Hefur hann starfað sem þjálfari í heimalandi sínu bæði þegar kemur að þjálfun í hefðbundnu blaki sem og í strandblaki.

Mun Eduardo Herrero leika með liðinu ásamt því að hann verður Rogerio til aðstoðar. Þá mun Emil Gunnarsson sjá um styrktarþjálfun liðsins en tilkynningu frá Aftureldingu má lesa hér fyrir neðan.

Tilkynning:

Blakdeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við landsliðsþjálfara karla í blaki, Rogerio Ponticelli. Hann mun þjálfa alla hópa hjá deildinni allt frá 3.flokki stúlkna og pilta og upp úr og þar með talin úrvalsdeildarlið karla og kvenna.Honum til aðstoðar hefur verið ráðin Eduardo Berenguer Herrero. Eduardo kemur frá Spáni og er með þjálfargráðu 3 í blaki og hefur starfað við þjálfun þar í landi bæði í hefðbundun blaki sem og í strandblaki. Ásamt því að aðstoða Rogerio við þjálfun allra hópa þá mun hann einnig spila með karlaliði Aftureldingar. Ennig hefur blakdeildin samið við Emil Gunnarsson um styrktarþjálfun úrvalsdeildaliða karla og kvenna á undirbúningstímabilinu.  Blakdeildin býður Rogerio,Eduardo og Emil velkomna til starfa hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×