Enski boltinn

Landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli | Segist í lagi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar lið hans Cardiff City tapaði 1-0 á útivelli fyrir Millwall í næst efstu deild á Englandi í dag.

Aron Einar fékk höfuðhögg og var óttast að hann hefði fengið heilahristing sem myndi setja þátttöku hans í landsleik Íslands og Tékklands 16. nóvember í uppnám.

Aron Einar sagði þó á Twitter síðu sinni eftir leikinn að meiðslin væru ekki alvarleg „Takk fyrir skilaboðin. Það er í lagi með mig núna,“ sagði Aron meðal annars í skilaboðum til stuðningsmanna Cardiff á Twitter.

Danny Shittu skoraði sigurmark Millwall í leiknum í dag á 54. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×