Landbúnaðarkerfið – broddur á barka þjóðarinnar Þröstur Ólafsson skrifar 13. september 2014 07:00 Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt eru nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerfinu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eftirspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálfum til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðargreiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innanlands. Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin? Svona dýrt og sóunargjarnt framleiðslukerfi nærist ekki bara af þröngsýni og þrjósku. Eini markvissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkissjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvótum og þar með greiðslum úr ríkissjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagnast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krókinn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greiðum fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkisstjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heilbrigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt eru nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerfinu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eftirspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálfum til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðargreiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innanlands. Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin? Svona dýrt og sóunargjarnt framleiðslukerfi nærist ekki bara af þröngsýni og þrjósku. Eini markvissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkissjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvótum og þar með greiðslum úr ríkissjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagnast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krókinn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greiðum fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkisstjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heilbrigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun