Fótbolti

Lampard genginn til liðs við New York City FC

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frank Lampard í leik Englands og Kosta Ríka á Heimsmeistaramótinu í sumar.
Frank Lampard í leik Englands og Kosta Ríka á Heimsmeistaramótinu í sumar. Vísir/Getty
Frank Lampard skrifaði í dag undir samning við New York City FC sem er nýtt lið sem hefur leik í MLS-deildinni á næsta ári.

Félagið er í eigu Manchester City og New York Yankees og verður 20. liðið í MLS-deildinni þegar það fær keppnisleyfi á næsta ári.

Félagið hefur þegar fengið til sín David Villa á frjálsri sölu frá Atletico Madrid og er Lampard önnur stjarnan sem kemur inn um dyr liðsins. Þá hefur spænski miðjumaðurinn Xavi verið orðaður við félagið.

Þar sem félagið fær ekki keppnisleyfi í MLS-deildinni fyrr en á næsta ári mun Lampard líkt og Villa leika með Melbourne næstu mánuðina þar sem hann hittir fyrir fyrrum liðsfélaga sinn úr Chelsea, Damien Duff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×