Innlent

Lagði hald á 150 kannabisplöntur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um 150 kannabisplöntur þegar hún stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í austurborginni um síðastliðna helgi. Í tilkynningu segir að plönturnar hafi verið á ýmsum stigum ræktunar.

Auk þess lagði lögreglan hald á búnað sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Þá var karlmaður á fimmtugsaldri yfirheyrður vekna rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu, sem telst nú upplýst.

Í tilkynningunni minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005, en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. „Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×