Innlent

Lagaheimild til kaupa könnuð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson segir skýrar reglur þurfa að gilda um kaup á leynigögnum.
Bjarni Benediktsson segir skýrar reglur þurfa að gilda um kaup á leynigögnum. fréttablaðið/valli
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir erindið frá skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum um Íslendinga sem á einn eða annan hátt tengjast skattaskjólum vera til vandlegrar skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Erindið sendi skattrannsóknarstjóri eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum sem send voru embættinu.

„Verið er að kanna hvort fyrir hendi séu lagaheimildir til að afla gagna með þessum hætti og að hvaða marki það kann að þurfa lagabreytingar til, því um þessi mál þurfa að gilda skýrar reglur,“ segir í skriflegu svari Bjarna til Fréttablaðsins.

Hann segir aðalatriðið vera að koma í veg fyrir skattsvik. „Til að uppræta slík brot eiga stjórnvöld að beita öllum þeim lögmætum úrræðum sem virka. Í þeim efnum skiptir líka máli að hafa almennar og skýrar skattareglur. Það fækkar hvötum til undanskots, gerir skattaeftirlit árangursríkara og saksókn í brotum sem upp komast markvissari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×