Kýrnar ánægðar að komast út í sumarið 25. maí 2010 02:00 Kýrnar á bænum Hvassafelli voru kátar að vera komnar út í íslenska sumarið í gær. Aska er á túnum en vorverkin hafa sinn gang.mynd/úr einkasafni „Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðvast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassafelli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. Bær Heiðu og eiginmanns hennar, Páls Magnúsar Pálssonar bónda, hefur á undanförnum vikum orðið illa úti í öskufallinu. Um helgina steig hins vegar aðeins gufustrókur upp frá Eyjafjallajökli. „Það er hellings aska á öllum túnum hjá okkur, um 5-6 sentimetra þykkt lag, en þar sem grasið er orðið hátt virkar allt grænt og fínt úr fjarlægð. Við slógum blettinn hjá okkur í gær og þá sá maður hvað er í raun mikil aska á túnunum og allt gisið. En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvaða áhrif það hefur,“ segir Heiða og bætir við að þetta hafi þó engin áhrif á hin venjubundnu vorverk. „Við ákváðum að halda okkar striki, bera á öll túnin eins og venjulega. Hugsanleg goslok virka auðvitað eins og vítamínsprauta í verkin.“ Heiða hitti aðra bændur í nágrenninu um helgina og segir alla komna út með kálfana og það hjálpi að veðrið hafi verið gott. „Það hefur verið skýjað og stillt, þannig að askan fýkur ekki. Um leið og þornar og fer að fjúka verður þetta hins vegar erfiðara. Það var allt hreinsað um daginn en síðan þá hefur aska fallið öðru hverju og því umhverfið komið í svipað far. Slökkviliðið kom í fyrradag og hreinsaði öll hús og af stéttum en ef þetta er búið er ekkert að gera nema taka hraustlega til hendinni aftur.“ Íbúafundi, sem vera átti á Hvolsvelli í dag, hefur verið frestað vegna hugsanlegra gosloka en á fundinum átti að fara yfir stöðu mála vegna eldgossins. „Við ætlum að sjá hvað er að gerast, bíða í nokkra daga meðan málin þróast til að ákveða nánari tímasetningu á fundinum og hvaða aðgerða er þörf,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Ef gosinu er lokið þarf samhent átak í uppbyggingu og hljóðið í mönnum er jákvætt. Við höfum verið á ferðinni í dag og brúnin á til dæmis ferðamannastöðunum er léttari. Menn bíða bara eftir ferðamönnunum sínum.“ juliam@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðvast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassafelli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. Bær Heiðu og eiginmanns hennar, Páls Magnúsar Pálssonar bónda, hefur á undanförnum vikum orðið illa úti í öskufallinu. Um helgina steig hins vegar aðeins gufustrókur upp frá Eyjafjallajökli. „Það er hellings aska á öllum túnum hjá okkur, um 5-6 sentimetra þykkt lag, en þar sem grasið er orðið hátt virkar allt grænt og fínt úr fjarlægð. Við slógum blettinn hjá okkur í gær og þá sá maður hvað er í raun mikil aska á túnunum og allt gisið. En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvaða áhrif það hefur,“ segir Heiða og bætir við að þetta hafi þó engin áhrif á hin venjubundnu vorverk. „Við ákváðum að halda okkar striki, bera á öll túnin eins og venjulega. Hugsanleg goslok virka auðvitað eins og vítamínsprauta í verkin.“ Heiða hitti aðra bændur í nágrenninu um helgina og segir alla komna út með kálfana og það hjálpi að veðrið hafi verið gott. „Það hefur verið skýjað og stillt, þannig að askan fýkur ekki. Um leið og þornar og fer að fjúka verður þetta hins vegar erfiðara. Það var allt hreinsað um daginn en síðan þá hefur aska fallið öðru hverju og því umhverfið komið í svipað far. Slökkviliðið kom í fyrradag og hreinsaði öll hús og af stéttum en ef þetta er búið er ekkert að gera nema taka hraustlega til hendinni aftur.“ Íbúafundi, sem vera átti á Hvolsvelli í dag, hefur verið frestað vegna hugsanlegra gosloka en á fundinum átti að fara yfir stöðu mála vegna eldgossins. „Við ætlum að sjá hvað er að gerast, bíða í nokkra daga meðan málin þróast til að ákveða nánari tímasetningu á fundinum og hvaða aðgerða er þörf,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Ef gosinu er lokið þarf samhent átak í uppbyggingu og hljóðið í mönnum er jákvætt. Við höfum verið á ferðinni í dag og brúnin á til dæmis ferðamannastöðunum er léttari. Menn bíða bara eftir ferðamönnunum sínum.“ juliam@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira