Bíó og sjónvarp

Kynda undir aðdáendum Warcraft - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Drýslar að virða fyrir sér heimkynni manna.
Drýslar að virða fyrir sér heimkynni manna.
Framleiðendur kvikmyndarinnar Warcraft; The Beginning, ætla sér að birta stiklu úr kvikmyndinni á föstudaginn. Í gær birtu þeir hins vegar styttri útgáfu af stiklunni, eða svokallaðan teaser. Sem hefur vakið mikla athygli.

Blizzcon 2015 hefst einnig á föstudaginn.

Warcraft tölvuleikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og World of Warcraft er einhver vinsælasti fjölspilunarleikur sögunnar.

Myndin fjallar um þá Anduin Lothar, sem leikinn er af Travis Fimmel (Fleiri þekkja hann ef til vill sem Ragnar Loðbrók) og drýsilinn (Orc) Durotan, sem leikinn er af Toby Kebbell.

Leikstjóri myndarinnar er Duncan Jones. Framleiðendur hennar eru Legendary Pictures, Blizzard Entertainment og Atlas Entertainment.

360 gráðu myndband byggt á kvikmyndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×