Kvótar og niðurlæging Hjördís Birna Hjartardóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Umræðan um kynjakvóta skýtur reglulega upp kollinum, nú síðast innan kvikmyndabransans þar sem hallar verulega á konur. Baltasar Kormákur talaði með slíkum kvóta nýverið og allt samfélagið lagði við hlustir, þ.ám. menntamálaráðherra, sem fannst rök leikstjórans vera „sannfærandi“. Rökin fékk Baltasar þó bara að láni frá þeim fjölmörgu konum í bransanum sem hafa margsinnis bent á þetta vandamál í gegnum tíðina, en þeirra málflutningur hefur ekki fengið sömu áheyrn. Svo virðist sem þetta hafi allt saman hljómað meira sannfærandi í eyrum þjóðarinnar þegar það kom frá karlmanni. Umræðunni um kynjakvóta fylgja alltaf hugleiðingar um meinta niðurlægingu kvenna. Andstæðingar kvóta halda því fram að slíkt inngrip sé niðurlægjandi fyrir konur af því að þær fari þá ekki áfram á eigin verðleikum, heldur sé búið að rétta þeim „hækju“. Dagur Kári hélt þessu m.a. fram í Facebook-færslu og fékk mörg læk fyrir. Þeir sem taka undir þetta gleyma því þó gjarnan að karlmenn hafa í árhundruð fengið hækju í vöggugjöf – fallega innpökkuð forréttindi sem hafa fylgt því að fæðast með typpi. Engum virðist þykja það neitt sérstaklega niðurlægjandi fyrir karlmenn. Sjálfsagt er það vegna þess að hækjan þeirra er ósýnileg og allir eru löngu orðnir henni samdauna. Með sama hætti og allir eru orðnir samdauna söguþræðinum í kvikmyndinni – sem er stanslaust á replay – þar sem karlmaður sigrast á erfiðu vandamáli og kona er honum til stuðnings. Er hugsanlegt að núverandi ástand sé meira niðurlægjandi fyrir konur heldur en tímabundið inngrip til þess að leiðrétta stöðuna? Er hugsanlegt að riddaralegar áhyggjur af niðurlægingu kvenna séu varnarviðbrögð hræddra, lítilla karla sem hafa ekki stigið inn í ljósið eins og Baltasar? Er það betri kostur að konur bíði prúðar og hæfar á meðan króníska typpalyktin finnur sjálf leiðina út? Kynjakvótar virðast almennt hafa gefið góða raun þar sem þeim hefur verið beitt og jafnvel hörðustu andstæðingar þeirra hafa skipt um skoðun þegar þeir hafa séð jákvæðar afleiðingar þeirra. Að því sögðu er þetta inngrip allrar gagnrýni vert og ætti ekki að beita því nema að vel ígrunduðu máli. Fleira þarf líka að koma til; hugarfarsbreyting og samstillt átak allra. Við getum ímyndað okkur að kynjakvótinn sé lyfseðillinn frá lækninum, en sjúklingurinn (bransinn) þarf líka að breyta um lífsstíl og taka ábyrgð á eigin heilsu. Lyfin hjálpa yfir erfiðasta hjallann og flýta fyrir batanum, en þau eru aðeins hugsuð til skamms tíma. Leyfum konum a.m.k. að ákveða sjálfar hvað þær álíta niðurlægjandi og hvað ekki. Það er ekki Dags Kára eða annarra karlmanna að meta það. Ég held að konur þekki niðurlægingu þegar þær sjá hana. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig, en ég sá enga niðurlægingu þegar ég horfði á flottu stelpurnar í Gettu betur síðastliðið vor. Ég sé heldur enga niðurlægingu í fjölbreyttari stjórnum fyrirtækja, þar sem hlutfall kvenna hefur snaraukist með tilkomu kynjakvóta. Ég sé bara tímabærar breytingar og aukinn fjölbreytileika – öllum til góða. Það væri samt ágætt ef einhver traustvekjandi karlmaður þarna úti gæti tekið undir þessi sjónarmið með mér svo að þessi pistill verði kannski talinn sannfærandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um kynjakvóta skýtur reglulega upp kollinum, nú síðast innan kvikmyndabransans þar sem hallar verulega á konur. Baltasar Kormákur talaði með slíkum kvóta nýverið og allt samfélagið lagði við hlustir, þ.ám. menntamálaráðherra, sem fannst rök leikstjórans vera „sannfærandi“. Rökin fékk Baltasar þó bara að láni frá þeim fjölmörgu konum í bransanum sem hafa margsinnis bent á þetta vandamál í gegnum tíðina, en þeirra málflutningur hefur ekki fengið sömu áheyrn. Svo virðist sem þetta hafi allt saman hljómað meira sannfærandi í eyrum þjóðarinnar þegar það kom frá karlmanni. Umræðunni um kynjakvóta fylgja alltaf hugleiðingar um meinta niðurlægingu kvenna. Andstæðingar kvóta halda því fram að slíkt inngrip sé niðurlægjandi fyrir konur af því að þær fari þá ekki áfram á eigin verðleikum, heldur sé búið að rétta þeim „hækju“. Dagur Kári hélt þessu m.a. fram í Facebook-færslu og fékk mörg læk fyrir. Þeir sem taka undir þetta gleyma því þó gjarnan að karlmenn hafa í árhundruð fengið hækju í vöggugjöf – fallega innpökkuð forréttindi sem hafa fylgt því að fæðast með typpi. Engum virðist þykja það neitt sérstaklega niðurlægjandi fyrir karlmenn. Sjálfsagt er það vegna þess að hækjan þeirra er ósýnileg og allir eru löngu orðnir henni samdauna. Með sama hætti og allir eru orðnir samdauna söguþræðinum í kvikmyndinni – sem er stanslaust á replay – þar sem karlmaður sigrast á erfiðu vandamáli og kona er honum til stuðnings. Er hugsanlegt að núverandi ástand sé meira niðurlægjandi fyrir konur heldur en tímabundið inngrip til þess að leiðrétta stöðuna? Er hugsanlegt að riddaralegar áhyggjur af niðurlægingu kvenna séu varnarviðbrögð hræddra, lítilla karla sem hafa ekki stigið inn í ljósið eins og Baltasar? Er það betri kostur að konur bíði prúðar og hæfar á meðan króníska typpalyktin finnur sjálf leiðina út? Kynjakvótar virðast almennt hafa gefið góða raun þar sem þeim hefur verið beitt og jafnvel hörðustu andstæðingar þeirra hafa skipt um skoðun þegar þeir hafa séð jákvæðar afleiðingar þeirra. Að því sögðu er þetta inngrip allrar gagnrýni vert og ætti ekki að beita því nema að vel ígrunduðu máli. Fleira þarf líka að koma til; hugarfarsbreyting og samstillt átak allra. Við getum ímyndað okkur að kynjakvótinn sé lyfseðillinn frá lækninum, en sjúklingurinn (bransinn) þarf líka að breyta um lífsstíl og taka ábyrgð á eigin heilsu. Lyfin hjálpa yfir erfiðasta hjallann og flýta fyrir batanum, en þau eru aðeins hugsuð til skamms tíma. Leyfum konum a.m.k. að ákveða sjálfar hvað þær álíta niðurlægjandi og hvað ekki. Það er ekki Dags Kára eða annarra karlmanna að meta það. Ég held að konur þekki niðurlægingu þegar þær sjá hana. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig, en ég sá enga niðurlægingu þegar ég horfði á flottu stelpurnar í Gettu betur síðastliðið vor. Ég sé heldur enga niðurlægingu í fjölbreyttari stjórnum fyrirtækja, þar sem hlutfall kvenna hefur snaraukist með tilkomu kynjakvóta. Ég sé bara tímabærar breytingar og aukinn fjölbreytileika – öllum til góða. Það væri samt ágætt ef einhver traustvekjandi karlmaður þarna úti gæti tekið undir þessi sjónarmið með mér svo að þessi pistill verði kannski talinn sannfærandi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun