Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara en fulltrúar Primera hafa hunsað þá. Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar sýnum við líka frá fundi sem níutíu stjórnendur íslenskra fyrirtækja sóttu í dag til að ræða hvernig uppræta mætti kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og fjöllum um nýja áætlun Evrópusambandsins, sem felur meðal annars í sér að allar plastumbúðir innan sambandsins verði gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030.

Þá verðum við í beinni útsendingum frá kynningarfundi um Borgarlínu og frá Gauknum, þar sem fólk getur í kvöld deilt sögum af fyrstu kynlífsreynslu sinni.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×