Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Nuuk er engin afdalabyggð

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Kristján Már Unnarsson heimsótti höfuðstað Grænlands, Nuuk, á dögunum.

Nuuk er miðstöð verslunar og stjórnsýslu, þar er iðandi mannlíf, og þótt bærinn sé bara á stærð við Akureyri, þá kalla þeir Nuuk borg.

Og ef þið haldið að Nuuk sé einhver afdalabyggð, þá kíkið með Kristjáni inn í verslanamiðstöðvarnar, og þær eru nokkrar.

Sú stærsta heitir Nuuk Center, eða NC, sem er þeirra Kringla, með fjölda verslana og veitingastaða, og vöruúrvalið virðist síst minna en á Íslandi.

Veitingastaðirnir í Nuuk eru að minnsta kosti tuttugu talsins. Þar er háskóli og sjúkrahús og vegleg íþróttamannvirki og sundhöllin nýtur mikilla vinsælda, sér í lagi hjá börnum og ungmennum. Þá bregða margir sér á gönguskíði og þegar Kristján kíkti á skíðabrekkur Nuuk-búa voru þær fullar af glaðlyndu fólki og nægur snjór.

Ekki missa af skemmtilegu og fræðandi ferðalagi Kristjáns Más um Nuuk, í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast að vanda á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×