Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hundurinn Lúkas, PIP-brjóstapúðar, IceHot1 og brúnegg

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Við þekkjum öll dæmi þess að samfélagið fari hreinlega á hliðina vegna umdeildra mála.

Stundum er um að ræða hrein og klár mistök, eitthvað sem fólk lætur út úr sér í hugsunarleysi. Stundum er um að ræða öllu alvarlegri mál.

Meintir gerendur í málum sem þessum þurfa oft að borga mistökin dýru verði, sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla og kommentakerfa - þar sem hver sem er getur tjáð sig um hvað sem er, hvenær sem er og birt það opinberlega.

Hversu mikil gagnrýni er réttmæt gagnrýni og hvenær fer umræðan hreinlega úr böndunum?

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verða nokkur umdeild mál rifjuð upp og rætt við þá Hauk Sigurðsson, sálfræðing og Arnar Svein Geirsson, sem birti greinina Óður til hneykslunar í morgun. Greinin vakti mikla athygli, en þar segir meðal annars:

„Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum."

Kvöldfréttir hefjast á slaginu 18.30, að vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×