Innlent

Kvöldfréttir í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggur til að stjórnendur borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi á vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund á mánuði. Hún ætlar sjálf að láta sínar greiðslur renna til góðs málefnis en fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við geðlækni sem segir kjaradeilu ljósmæðra geta haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar og að fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni. Og við hittum föður Hannesar Halldórssonar, einnar af hetjum íslenska fótboltalandsliðsins, sem brast í grát yfir afreki sonar síns um helgina.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×