Innlent

Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján tekur við starfinu af Páli Magnússyni.
Kristján tekur við starfinu af Páli Magnússyni.
Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr umsjónarmaður útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni. Kristján tekur við starfinu af Páli Magnússyni sem hætti störfum þar sem hann er í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Kristján hefur víða komið við í fjölmiðlaheiminum. Hann hóf ferilinn sem blaðamaður og starfaði lengi sem fréttamaður hjá RÚV og síðar í Kastljósi. Að undanförnu hefur hann sinnt sjálfstæðri ráðgjöf en var áður upplýsingafulltrúi hjá Landsbankanum auk þess að hafa unnið hjá forsætisráðuneytinu um hríð.  

„Sprengisandur hefur um árabil verið einn helsti þjóðmálaþáttur landsins. Það verður áhugavert að taka við honum og fylgja eftir þvi góða starfi sem þar hefur verið unnið um árabil,“ segir Kristján.

„Við erum svo sannarlega ánægð með að fá Kristján til liðs við okkur.  Hann var þekktur fyrrir skelegga frammistöðu í Kastljósi á sínum tíma og þekkir þetta allt,“ segir Ágúst Héðinsson, yfirmaður útvarpsviðs 365.

Kristján tekur við þættinum strax og verður fyrsti þátturinn í hans umsjá næstkomandi sunnudag. Sprengisandur, sem hefur verið einn vinsælasti þáttur Bylgjunnar um árabil, er á dagskrá Bylgjunnar í beinni útsendingu alla sunnudaga milli klukkan 10 og 12. Umræða um pólitíkina og landsmálin er reglulega uppspretta frétta.

 


Tengdar fréttir

Heimir stýrir Sprengisandi

Heimir Karlsson mun stýra Sprengisandi á Bylgjunni þangað til eftirmaður Páls Magnússonar finnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×