Innlent

Kristinn R. ósáttur við kveðjustund sína hjá RÚV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn R. Ólafsson
Kristinn R. Ólafsson Vísir/Anton
Kristinn R. Ólafsson, sem flutt hefur pistla í Síðdegisútvarp Rásar 2 í lengri tíma, hefur lesið sinn síðasta pistil í bili. Hann segir RÚV ekki hafa efni á því að kaupa pistla sína sem þó séu ekki dýrir.

Kristinn, sem vakið hefur athygli í gegnum árin fyrir einstaka orðheppni í fréttaflutningi frá Spáni, greinir frá breytingum á starfi sínu á Fésbókarsíðu sinni í dag.

„Langri vegferð minni með Síðdegisútvarpinu lýkur í dag. Þó ekki að eigin óska,“ segir Kristinn við vini og vandamenn. Hann hafi í reynd frétt þetta fyrst í hádeginu eftir að hafa þurft að ganga á eftir svörum.

Kristinn, sem einnig hefur vakið athygli fyrir frammistöðu í kaffiauglýsingum, reiknar með því að hans síðasti pistill verði fluttur í þætti dagsins en færslu Kristins í heild sinni má sjá hér að neðan.

„Nýtt Síðdegisútvarp hefst á fimmtudag og menn þar telja sig ekki hafa efni á því að kaupa pistla mína sem kosta þó ekki neinar fúglur fjár. SKÍTT!!“

Ekki náðist í Kristin við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×