Innlent

Kostnaður við eftirlit nærri fjórfaldast síðan 2010

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Eftirlit Seðlabankans var að mestu leyti í tengslum við gjaldeyrishöftin.
Eftirlit Seðlabankans var að mestu leyti í tengslum við gjaldeyrishöftin. vísir/gva
Kostnaður Seðlabanka Íslands vegna eftirlits hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2010. Þá var hann 80,7 milljónir króna en var 313,7 milljónir króna í fyrra.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um eftirlitsstofnanir og kostnað við rekstur þeirra.

Í svarinu kemur fram að þessar tölur sýni aðeins launakostnað, laun og launatengd gjöld, þeirra starfsmanna sem sinna eftirliti. Þá kemur einnig fram að árið 2010 var heildarfjöldi starfsmanna sem sinnti eftirliti 9,7 en í árslok 2016 stóð sú tala í 23,8.

Eftirlit Seðlabankans var að mestu leyti í tengslum við gjaldeyrishöftin. Þeim var að mestu aflétt um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn muni minnka til muna vegna þess.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×