Innlent

Kona handtekin vegna gruns um heimilisofbeldi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo próflausa einstaklinga í nótt sem báðir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkiefna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo próflausa einstaklinga í nótt sem báðir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkiefna. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu í nótt grunaða um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Samkvæmt dagbók lögreglu var maður handtekinn í Spönginni grunaður um líkamsárás. Hann hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn á sama stað fyrir að tálma starf lögreglu og var hann einnig vistaður í fangaklefa.  

Nokkrir voru teknir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum. Klukkan 18:33 var tilkynnt um umferðaróhapp á Kársnesinu en grunur var um að annar ökumaðurinn væri ölvaður. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku. Klukkan 19:50 var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi við Korputorg. Ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ökumaður var stöðvaður á Vesturlandsvegi á 108 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi og er grunaður um aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar ökumaður var stöðvaður án ökuréttinda í nótt en hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna. 

Seint í gærkvöldi var tilkynnt um hóp unglinga að skemma umferðarskilti við Árbæjarskóla í Reykjavík. Í kringum miðnætti var maður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss. Hann var ofurölvi og ekki hægt að ræða við hann sökum ástandsins og var hann því vistaður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×