Innlent

Kom ekki til greina að setja viðbótarkvóta á uppboð

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sjö útgerðarfyrirtæki munu væntanlega hagnast um marga milljarða útaf þeirri ákvörðun Hafrannsóknarstofnunar að auka loðnukvótann um 320 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið til greina að setja þennan viðbótarkvóta á uppboð.

Hafrannsóknarstofnun hefur ákveðið að auka loðnukvótann um 320 þúsund tonn sem er rúmlega tvöföldun frá upphaflegri ráðgjöf. Talið er að útflutningsverðmætið nemi um 25 millljörðum króna.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þetta vera góðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf.

„Þetta mjög ánægjulegt fyrir það að stofninn sé í góðu standi, lífríkið í góðu standi og auðvitað eru þetta frábærar fréttir fyrir efnahagslíf Íslendinga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Sjö útgerðarfyrirtæki eiga rúmlega 90 prósent af kvótanum, þar af á Ísfélagið í Vestmannaeyjum mest eða tæplega 20 prósent. Ljóst er að þessi fyrirtæki munu hagnast verulega á þessari aukningu eða um marga milljarða.

Sigurður segir að það hafi þó ekki komið til greina að bjóða kvótann út til hæstbjóðenda.

„Nei við höfum mjög gott kerfi á þessu. Þessi fyrirtæki eiga auðvitað ekki kvótann. Hann er eign þjóðarinnar. Þeir hafa nýtingarréttinn og þetta kerfi virkar mjög vel. Fyrirtækin eru dreifð um allt land. Sem betur fer víða hringinn í kringum landið og flest á austurhorni landsins hvað fjærst höfuðborgarsvæðinu. Þannig að dreifing teknanna inn í samfélagið er mjög jákvæð,“ segir Sigurður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×