Innlent

Kom að innbrotsþjófi á heimili í Garðabæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um innbrot í hús í Garðabær. Þar hafði þjófur spennt upp glugga og farið inn. Eigandi hússins var þó vakandi og kom að þjófinum, sem flúði út um útidyrnar. Samkvæmt dagbók lögreglu er þjófurinn ófundinn. Ekki er talið að hann hafi náð verðmætum.

Þá voru tilkynntar minnst tvær líkamsárásir í miðbænum. Kona var handtekin eftir að hún var sögð hafa slegið mann í höfuðið með flösku. Hún var ölvuð og vistiðu í fangageymslu en maðurinn sagðist ætla á Slysadeild til að leita sér aðhlynningar.

Þar að auki var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í Bankastræti. Manni hafði verið hrint í götuna svo hann fékk sár á enni. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.

Lögreglan hafði einnig afskipti af manni í annarlegu ástandi við Hafnarstræti, en hann var með efni í vösum sínum sem talin eru vera fíkniefni. Þá neitaði hann að gefa upp persónuupplýsingar á vettvangi og var vistaður í fangageymslu þar til hann verður viðræðuhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×