Sport

Kolbeinn Höður 2/100 frá 20 ára gömlu Íslandsmeti Jóns Arnars

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Höður nálgast Íslandsmet Jóns Arnars.
Kolbeinn Höður nálgast Íslandsmet Jóns Arnars. vísir/valli
Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlaupari úr FH, var hársbreidd frá því að bæta 20 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 200 metra hlaupi á móti í Scara í Svíþjóð í dag.

Kolbeinn hljóp 200 metrana á 21,19 sekúndum en Íslandsmet Jóns Arnars frá 1996 er 21,17 sekúndur. Þetta er næstbesti árangur Íslendings í 200 metra hlaupi engu að síður.

Með þessu setti Kolbeinn Höður piltamet í flokki 20-22 ára og bætti sinn besta árangur um 18/100 úr sekúndur. Ari Bragi Kárason úr FH hljóp ásamt Kolbeini og kom í mark á 21,43 sekúndum.

Kolbeinn Höður og Ari Bragi kepptu einnig í 100 metra hlaupi á mótinu og voru þeir við sinn besta árangur í greininni. Kolbeinn Höður hljóp á tímanum 10,72 sek og Ari Bragi á tímanum 10,76 sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×