Enski boltinn

Klopp segir Man Utd og West Brom spila svipaðan fótbolta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp á æfingasvæðinu.
Klopp á æfingasvæðinu. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, skaut létt á Manchester United á blaðamannafundi í gær.

Liverpool fær West Brom í heimsókn á morgun og Klopp segir að leikmenn Bítlaborgarliðsins séu vel undirbúnir fyrir loftárásir gestanna eftir leikinn gegn Man Utd á mánudaginn.

United-menn beittu löngum sendingum til að sigrast á hápressu Liverpool og Klopp býst við að West Brom beiti sömu aðferð í leiknum á morgun.

„Við viljum spila fótbolta en Man Utd voru líkamlega sterkari við með sína mörgu hávöxnu leikmenn,“ sagði Klopp.

„Við gerðum vel og mér fannst þeir ekki hafa yfirhöndina í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir svipaðan leik á móti West Brom,“ bætti Þjóðverjinn við.

Liverpool er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir átta umferðir.


Tengdar fréttir

Henderson: Við erum pirraðir

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekkert allt of sáttur við markalausa jafnteflið gegn Man. Utd í kvöld.

Markalaust á Anfield

Liverpool og Man. Utd buðu ekki til neinnar markaveislu á Anfield í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Kvartað yfir orðum Mourinho

Enska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, vegna orða hans í aðdraganda leiks Liverpool og Man. Utd.

Mourinho: Aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield

"Þetta eru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en þetta eru engu að síður jákvæð úrslit. Þessi úrslit komu í veg fyrir að einn af okkar andstæðingum fengi þrjú stig á heimavelli,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×