Enski boltinn

Klopp fer hvergi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Forráðamenn þýska liðsins Dortmund fulllyrða að Jürgen Klopp muni ekki fara frá félaginu til að taka við stjórn Manchester United.

Klopp hefur verið sterklega orðaður við United síðustu daga en í morgun staðfesti United að David Moyes hafi verið rekinn frá félaginu.

Breska blaðið Telegraph segir að forráðamenn United munu ekki reyna að lokka Klopp frá Þýskalandi þar sem hann hafi í hyggju að virða samning sinn við þýska félagið. Samningurinn gildir il 2018.

Sjálfur sagði Klopp í samtali við The Guardian í morgun að hann færi ekki frá liðinu. „Manchester United er frábært félag en það verður ekki hægt að rjúfa tengsl mín við Dortmund og fólkið þar,“ sagði Klopp í samtali við blaðið í morgun.

„Jürgen Klopp neitaði þeim sögusögnum á laugardaginn að hann væri á leið til Barcelona,“ sagði svo talsmaður Dortmund í samtali við ESPN FC í dag.

Klopp var orðaður við United þegar Ferguson hætti með liðið. „Við höfum áður heyrt þetta en þetta mun ekki breytast, þó svo að einhverjir vilja ekki trúa því.“

Klopp skrifaði undir nýjan samning við Dortmund í október síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×