Sport

Klippti hárið í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Murray reif fram skærin.
Andy Murray reif fram skærin. Vísir/Getty
Skotinn Andy Murray dó ekki úrræðalaus þegar síður hárlokkur fór að þvælast fyrir honum í miðjum tennisleik á lokamóti ATP-mótaraðarinnar í vikunni.

Murray var þá að spila gegn Spánverjanum Rafael Nadal og snemma í leiknum fór Murray að grípa í hárlokk sem var of síður fyrir hans smekk.

Nadal komst 2-1 yfir í fyrsta setti og þá var Murray nóg boðið. Hann tók fram skæri úr töskunni sinni í einu hlénu og stytti umræddan lokk. Það dugði þó ekki til þar sem að Nadal vann settið, 6-4, og gekk svo frá viðureigninni með því að vinna næsta sett, 6-1.

Mótinu lýkur um helgina en í kvöld ræðst hvort að Murray eða Stan Wawrinka komist í undanúrslit þar sem Roger Federer bíður. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Rafael Nadal og Novak Djokovic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×