Kjćr orđađur viđ PSG og Man. Utd

 
Fótbolti
20:45 04. JANÚAR 2016
Simon Kjćr á blađamannafundi.
Simon Kjćr á blađamannafundi. VÍSIR/GETTY

Danski varnarmaðurinn Simon Kjær hefur verið orðaður við nokkur af stóru félögunum í Evrópu síðustu misseri.

Meðal annars hefur hann verið orðaður við PSG, Inter, Milan, Roma og Man. Utd.

Hann spilar nú með tyrkneska félaginu Fenerbahce en þangað fór hann frá Lille síðasta sumar.

„Ég er auðvitað upp með mér að vera orðaður við þessi félög en ég er ekkert að hugsa um að fara í nýtt félag," sagði Daninn.

„Ég er ákaflega ánægður í herbúðum Fenerbahce og fjölskyldan er ánægð með lífið í Istanbúl. Það er gaman að spila fyrir svona stórlið sem hefur mikinn metnað."

Fenerbache komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en fór í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni og er í öðru sæti í tyrknesku deildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Kjćr orđađur viđ PSG og Man. Utd
Fara efst