Innlent

Kínverski ferðamaðurinn útskrifaður af gjörgæslu

Bjarki Ármannsson skrifar
Konan var flutt á Landspítalann með þyrlu ásamt tveimur öðrum.
Konan var flutt á Landspítalann með þyrlu ásamt tveimur öðrum. Vísir/Stefán
Konan sem slasaðist alvarlega í bílslysi við Hellissand þann 28. maí hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans, þar sem henni var haldið sofandi undanfarnar vikur. Konunni var komið til meðvitundar í síðustu viku.

Konan var einn þeirra sex erlendu ferðamanna sem lentu í bílveltu á þjóðveginum við Hellissand fyrir um hálfum mánuði. Þrír þeirra voru fluttir á Heilsugæslustöð Ólafsvíkur en þrír á Landspítalann með þyrlu, þeirra á meðal konan sem um ræðir og karlmaður sem var úrskurðaður látinn degi síðar.

Konan er mikið slösuð og á langan bataveg fyrir höndum. Hún er kínverskur ríkisborgari og gæti svo farið að hún klári meðferð sína þar í landi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×