Kínverjar vilja leggja allt að 7 milljarða í heilsuþorp 20. janúar 2012 08:00 Íslandsstofa hafði milligöngu um að leiða saman kínverska fjárfesta og forsvarsmenn Heilsuþorpsins á Flúðum. Fréttablaðið/Stefán Kínverska fyrirtækið CSST International á í viðræðum um aðkomu að uppbyggingu heilsuþorps á Flúðum. Enn of snemmt að segja til um hvort af verði en viðræður halda áfram segir stjórnarformaður Heilsuþorps. Viðskipti Kínverskir fjárfestar hafa hug á að leggja fram allt að sjö milljarða króna vegna uppbyggingar heilsuþorps á Flúðum. Gerð heilsuþorpsins hefur verið í undirbúningi allt frá því síðla árs 2008 þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu Heilsuþorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu á 200 íbúða heilsuþorpi með hvíldar- og endurhæfingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Greint var frá viðræðum aðstandenda heilsuþorpsins við kínverska fyrirtækið CSST International um fjárfestinguna í Sunnlenska fréttablaðinu sem út kom í gær. Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og stjórnarformaður Heilsuþorps á Flúðum, segir enn of snemmt að segja til um hvort af fjárfestingunni verði. „Við höfum átt við þá tvo símafundi og eigum bókaðan fund í næstu viku,“ segir hann og kveður nú unnið að því að endurreikna kostnaðartölur fyrir fjárfestana. Miðað við upprunalega áætlun segir hann kostnað við verkefnið hins vegar geta numið 6,5 til 7,0 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að fjárfestarnir leggi fram megnið af þeirri upphæð, en einnig er leitað innlendra fjárfesta að verkefninu. Árni segir arðsemiskröfuna sem CSST International gerir vegna verkefnisins vera nokkuð háa, en mögulega megi fá dregið úr henni með því að auka hlutfall efniskaupa frá Kína vegna verkefnisins. „Það á eftir að fara betur yfir hvaða kröfur þeir gera varðandi verkstjórn og notkun fjármunanna. En við erum afskaplega bjartsýnir á þessari stundu, því áhugi þeirra virðist vera mikill.“ Árni segir málum þannig fyrir komið í Kína um þessar mundir að þeir sem þar fái framkvæmdalán úr bönkum þurfi að tryggja að tiltekið magn af kínverskum vörum sé keypt til framkvæmdanna. „Enda fara þeir fram á að um 30 prósent að minnsta kosti af byggingarkostnaði verði vegna vörukaupa frá Kína. Það hlutfall gæti orðið meira gegn því að arðsemiskrafa þeirra lækki.“ Í umfjöllun Fréttablaðsins um heilsuþorpið í nóvember 2009 kom fram að á byggingartíma þess væri áætlað að til yrðu 140 störf, en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin yrði komin í gang, auk um 400 afleiddra starfa. olikr@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Kínverska fyrirtækið CSST International á í viðræðum um aðkomu að uppbyggingu heilsuþorps á Flúðum. Enn of snemmt að segja til um hvort af verði en viðræður halda áfram segir stjórnarformaður Heilsuþorps. Viðskipti Kínverskir fjárfestar hafa hug á að leggja fram allt að sjö milljarða króna vegna uppbyggingar heilsuþorps á Flúðum. Gerð heilsuþorpsins hefur verið í undirbúningi allt frá því síðla árs 2008 þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu Heilsuþorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu á 200 íbúða heilsuþorpi með hvíldar- og endurhæfingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Greint var frá viðræðum aðstandenda heilsuþorpsins við kínverska fyrirtækið CSST International um fjárfestinguna í Sunnlenska fréttablaðinu sem út kom í gær. Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og stjórnarformaður Heilsuþorps á Flúðum, segir enn of snemmt að segja til um hvort af fjárfestingunni verði. „Við höfum átt við þá tvo símafundi og eigum bókaðan fund í næstu viku,“ segir hann og kveður nú unnið að því að endurreikna kostnaðartölur fyrir fjárfestana. Miðað við upprunalega áætlun segir hann kostnað við verkefnið hins vegar geta numið 6,5 til 7,0 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að fjárfestarnir leggi fram megnið af þeirri upphæð, en einnig er leitað innlendra fjárfesta að verkefninu. Árni segir arðsemiskröfuna sem CSST International gerir vegna verkefnisins vera nokkuð háa, en mögulega megi fá dregið úr henni með því að auka hlutfall efniskaupa frá Kína vegna verkefnisins. „Það á eftir að fara betur yfir hvaða kröfur þeir gera varðandi verkstjórn og notkun fjármunanna. En við erum afskaplega bjartsýnir á þessari stundu, því áhugi þeirra virðist vera mikill.“ Árni segir málum þannig fyrir komið í Kína um þessar mundir að þeir sem þar fái framkvæmdalán úr bönkum þurfi að tryggja að tiltekið magn af kínverskum vörum sé keypt til framkvæmdanna. „Enda fara þeir fram á að um 30 prósent að minnsta kosti af byggingarkostnaði verði vegna vörukaupa frá Kína. Það hlutfall gæti orðið meira gegn því að arðsemiskrafa þeirra lækki.“ Í umfjöllun Fréttablaðsins um heilsuþorpið í nóvember 2009 kom fram að á byggingartíma þess væri áætlað að til yrðu 140 störf, en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin yrði komin í gang, auk um 400 afleiddra starfa. olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira