ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 08:00

Tevez vill ekki fara til Chelsea

SPORT

Kimi Raikkonen fljótastur á lokadegi fyrstu ćfingalotu

 
Formúla 1
22:45 25. FEBRÚAR 2016
Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum í dag.
Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum í dag. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Kimi Raikkonen var fljótastur í dag. Fjórði dagur æfinga fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 fór fram á brautinni í Barselóna.

Kevin Magnussen ók lengst allra í dag á Renault bílnum. Mercedes bíllinn fór hins vegar lengst allra í dag. Nico Rosberg og Lewis Hamilton skiptu akstrinum á milli sín því bíllinn þolir meiri akstur en ökumennirnir. Rosberg ók 86 hringi og Hamilton 99.

Fernando Alonso ók aðeins þrjá hringi á McLaren bílnum. Sú vegalengd svipar til þess sem sást frá McLaren-Honda liðinu á æfingum í fyrra. Kælivökvi fór að leka í bílnum í morgun og liðinu tókst ekki að laga hann.

Daniil Kvyat var annar fjótastur á Red Bull bílnum og var tæpri sekúndu á eftir Raikkonen.

Þessari æfingalotu er lokið og einkenndist hún almennt af áreiðanleika. Erfitt er að lesa meira en það í æfingarnar. Óljóst er hver er að fela einhverja getu en ljóst er að Mercedes hefur smíðað bíl sem getur meira á einum degi en einn ökumaður.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Kimi Raikkonen fljótastur á lokadegi fyrstu ćfingalotu
Fara efst