Kimi Raikkonen fljótastur á lokadegi fyrstu ćfingalotu

 
Formúla 1
22:45 25. FEBRÚAR 2016
Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum í dag.
Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum í dag. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Kimi Raikkonen var fljótastur í dag. Fjórði dagur æfinga fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 fór fram á brautinni í Barselóna.

Kevin Magnussen ók lengst allra í dag á Renault bílnum. Mercedes bíllinn fór hins vegar lengst allra í dag. Nico Rosberg og Lewis Hamilton skiptu akstrinum á milli sín því bíllinn þolir meiri akstur en ökumennirnir. Rosberg ók 86 hringi og Hamilton 99.

Fernando Alonso ók aðeins þrjá hringi á McLaren bílnum. Sú vegalengd svipar til þess sem sást frá McLaren-Honda liðinu á æfingum í fyrra. Kælivökvi fór að leka í bílnum í morgun og liðinu tókst ekki að laga hann.

Daniil Kvyat var annar fjótastur á Red Bull bílnum og var tæpri sekúndu á eftir Raikkonen.

Þessari æfingalotu er lokið og einkenndist hún almennt af áreiðanleika. Erfitt er að lesa meira en það í æfingarnar. Óljóst er hver er að fela einhverja getu en ljóst er að Mercedes hefur smíðað bíl sem getur meira á einum degi en einn ökumaður.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Kimi Raikkonen fljótastur á lokadegi fyrstu ćfingalotu
Fara efst