MIĐVIKUDAGUR 7. DESEMBER NÝJAST 10:30

Sjötti söluhćsti Domino's stađurinn í heimi

VIĐSKIPTI

Keyrt á ţrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári

 
Innlent
16:53 09. FEBRÚAR 2016
Ökumenn eiga ađ tilkynna til lögreglu ef ţeir keyra á hreindýr.
Ökumenn eiga ađ tilkynna til lögreglu ef ţeir keyra á hreindýr.

Lögreglumaður á Höfn segir ekki óalgengt að keyrt sé á hreindýr á þessum árstíma í sýslunni.


Leiðsögumaður sem var á leið um Suðursveit sagði hreindýr liggja víða í vegkantinum, í samtali við Vísi í morgun. Hann sagðist hafa keyrt fram á fjögur dauð hreindýr á leiðinni milli Hafnar og Jökulsárlóns. 

Sjá einnig: Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit. 

Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, segir ökumenn eiga að hringja í lögregluna og láta vita ef þeir keyra á dýr. Lögreglan skráir hvert atvik og það sé svo á verksviði sveitarfélagsins að hirða hræðin.


„Það er keyrt á þrjátíu til fjörutíu dýr hér yfir veturinn. Sérstaklega þegar það kemur svona veður, þau eru að væflast og finna sér eitthvað að éta. En það er ekki meira högg að keyra á hreindýr en kindur. Ég var einmitt að taka það saman um daginn og það var keyrt á 105 kindur hér í sýslunni í fyrrasumar.”

Grétar segir skilti segja mönnum að fara varlega á þeim vegaköflum sem algengt er að hreindýr fari. „Annars hafa þau ekki verið mikið í Suðursveit. Það er nýtt,” segir Grétar Már.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Keyrt á ţrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári
Fara efst