Innlent

Kennarar greiða atkvæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skrifað var undir í síðustu viku.
Skrifað var undir í síðustu viku. vísir/stefán
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara, sem skrifað var undir 29. nóvember síðastliðinn, hófst á hádegi í gær. Hún stendur til klukkan fjögur, mánudaginn 12. desember.

Atkvæðisrétt hafa félagsmenn í Félagi grunnskólakennara sem starfa hjá sveitarfélögum landsins. Þeir sem ekki hafa rétt til að taka þátt í kosningunni eru félagsmenn sem eru í launalausu leyfi, félagsmenn sem hafa beina félagsaðild að KÍ, félagsmenn sem þiggja atvinnuleysisbætur og starfsmenn KÍ. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×