Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag 8. ágúst 2012 03:15 Það var hálfgerð sveitaballastemning við opnun Kjörbúðarinnar enda hefur verið verslunarlaust á svæðinu í átta ár. mynd/Karítas Friðriksdóttir „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. Hún ber heitið Kjörbúðin og er í húsi Kaupfélags Bitrufjarðar sem lokað var árið 2004 og hefur síðan þá engin verslun verið á svæðinu. „Það hefur því verið langt að fara fyrir fólk að versla,“ segir Andrea og bætir við að rúmir fimmtíu kílómetrar séu til Hólmavíkur en margir á svæðinu kjósi að fara um hundrað kílómetra leið til að kaupa inn í Borgarnesi. Fyrir tveimur árum var lagður vegur um Arnkötludal og Gautsdal, svokallaðir Þröskuldar, sem styttir leiðina umtalsvert frá Vesturlandi og til Stranda en sá vegur sker einnig Bitrufjörð úr leið. Þetta er þó engin fyrirstaða í augum verslunarfólksins en Andrea segir að fyrst um sinn hafi dregið nokkuð úr umferð við Bitrufjörð en hún sé þó með mesta móti nú í sumar. En fleira gengur verslunarmönnunum til því kjörbúðin mun væntanlega hafa nokkuð félagslegt gildi. „Hér er enginn skóli, félagsheimili eða annar vettvangur þar sem fólk hittist þannig að nú getur það komið hingað og tekið púlsinn á mannlífinu,“ segi hún. Í versluninni er einnig upplýsingamiðstöð og segja má menningasetur því þar verða myndlistarsýningar, tónleikar og aðrar menningarlegar uppákomur. Einnig er hægt að fara þar á veraldarvefinn. Hún segir að fólk hafi komið víða að til að vera viðstatt opnunina og að margir hafi orðið glaðir yfir að sjá líf glæðast í þessu sögufræga húsi. „Það töluðu margir um það að kaupfélagið væri að opna aftur. Við ætluðum reyndar að láta búðina heita Kaupfélag Bitrufjarðar en það má víst ekki samkvæmt nýjum reglum nema ef verslunin er rekin eins og kaupfélag en það breytir því ekki að heimamenn kalla þetta kaupfélagið í daglegu tali.“ Það fer vel á því að verslunarsaga Bitrufjarðar taki kipp á þessu ári en í ár eru einmitt liðin hundrað ár frá því að verslun var þar opnuð í fyrsta sinn. Það var Metúsalem Jóhannsson sem þá reið á vaðið en samkvæmt umfjöllun fréttavefsins Strandir.is varð fram að þeim tíma að leggja inn pöntun hjá Dalafélaginu sem hafði umsvif víðar en í Dalasýslu. jse@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
„Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. Hún ber heitið Kjörbúðin og er í húsi Kaupfélags Bitrufjarðar sem lokað var árið 2004 og hefur síðan þá engin verslun verið á svæðinu. „Það hefur því verið langt að fara fyrir fólk að versla,“ segir Andrea og bætir við að rúmir fimmtíu kílómetrar séu til Hólmavíkur en margir á svæðinu kjósi að fara um hundrað kílómetra leið til að kaupa inn í Borgarnesi. Fyrir tveimur árum var lagður vegur um Arnkötludal og Gautsdal, svokallaðir Þröskuldar, sem styttir leiðina umtalsvert frá Vesturlandi og til Stranda en sá vegur sker einnig Bitrufjörð úr leið. Þetta er þó engin fyrirstaða í augum verslunarfólksins en Andrea segir að fyrst um sinn hafi dregið nokkuð úr umferð við Bitrufjörð en hún sé þó með mesta móti nú í sumar. En fleira gengur verslunarmönnunum til því kjörbúðin mun væntanlega hafa nokkuð félagslegt gildi. „Hér er enginn skóli, félagsheimili eða annar vettvangur þar sem fólk hittist þannig að nú getur það komið hingað og tekið púlsinn á mannlífinu,“ segi hún. Í versluninni er einnig upplýsingamiðstöð og segja má menningasetur því þar verða myndlistarsýningar, tónleikar og aðrar menningarlegar uppákomur. Einnig er hægt að fara þar á veraldarvefinn. Hún segir að fólk hafi komið víða að til að vera viðstatt opnunina og að margir hafi orðið glaðir yfir að sjá líf glæðast í þessu sögufræga húsi. „Það töluðu margir um það að kaupfélagið væri að opna aftur. Við ætluðum reyndar að láta búðina heita Kaupfélag Bitrufjarðar en það má víst ekki samkvæmt nýjum reglum nema ef verslunin er rekin eins og kaupfélag en það breytir því ekki að heimamenn kalla þetta kaupfélagið í daglegu tali.“ Það fer vel á því að verslunarsaga Bitrufjarðar taki kipp á þessu ári en í ár eru einmitt liðin hundrað ár frá því að verslun var þar opnuð í fyrsta sinn. Það var Metúsalem Jóhannsson sem þá reið á vaðið en samkvæmt umfjöllun fréttavefsins Strandir.is varð fram að þeim tíma að leggja inn pöntun hjá Dalafélaginu sem hafði umsvif víðar en í Dalasýslu. jse@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira