Katrín kannast ekki við sms hótanir Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júlí 2010 22:29 Katrín Jakobsdóttir segir ESB málið erfitt fyrir VG. Mynd/ Daníel. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið á laugardaginn að einstakir þingmenn hafi fengið send sms skilaboð þegar að atkvæðagreiðslan um málið stóð yfir á Alþingi. Skilaboðin hafi falið í sér hótanir um stjórnarslit yrði málið ekki samþykkt. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín. Hún segist þó ekki geta sagt til um það hvort slíkar skeytasendingar hafi átt sér stað. „En það kann að vera," segir Katrín. Hún bendir á að Ásmundur Einar hafi ekki minnst á það í grein sinni hverjir hafi fengið þessi skeyti, né heldur hverjir hafi sent þau. Ásmundur Einar segir í grein sinni að á flokksráðsfundi hafi því verið lýst yfir að forsendur fyrir ESB umsókn væru brostnar og því mikilvægt að taka málið til gagngerrar skoðunar. Katrín segir að þó að fram hafi komið á fundinum að mikilvægt væri að taka málið til skoðunar hafi allri efnislegri umræðu um það verið vísað til málefnaþings i haust. „Þannig að það er nú kannski ekki hægt að segja að fundurinn hafi ályktað neitt um það," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að ESB málið hafi verið flokki sínum erfitt. „Við höfum talið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en höfum líka talið að þjóðin ætti að hafa siðasta orðið," segir Katrín. Það liggi hins vegar fyrir að innan flokksins séu líka mjög harðir andstæðingar aðildar og það hafi sitt að segja. Tengdar fréttir Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið á laugardaginn að einstakir þingmenn hafi fengið send sms skilaboð þegar að atkvæðagreiðslan um málið stóð yfir á Alþingi. Skilaboðin hafi falið í sér hótanir um stjórnarslit yrði málið ekki samþykkt. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín. Hún segist þó ekki geta sagt til um það hvort slíkar skeytasendingar hafi átt sér stað. „En það kann að vera," segir Katrín. Hún bendir á að Ásmundur Einar hafi ekki minnst á það í grein sinni hverjir hafi fengið þessi skeyti, né heldur hverjir hafi sent þau. Ásmundur Einar segir í grein sinni að á flokksráðsfundi hafi því verið lýst yfir að forsendur fyrir ESB umsókn væru brostnar og því mikilvægt að taka málið til gagngerrar skoðunar. Katrín segir að þó að fram hafi komið á fundinum að mikilvægt væri að taka málið til skoðunar hafi allri efnislegri umræðu um það verið vísað til málefnaþings i haust. „Þannig að það er nú kannski ekki hægt að segja að fundurinn hafi ályktað neitt um það," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að ESB málið hafi verið flokki sínum erfitt. „Við höfum talið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en höfum líka talið að þjóðin ætti að hafa siðasta orðið," segir Katrín. Það liggi hins vegar fyrir að innan flokksins séu líka mjög harðir andstæðingar aðildar og það hafi sitt að segja.
Tengdar fréttir Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14