Innlent

Karlmaður beið bana í eldsvoða í nótt í Grundarfirði

Rúmlega fertugur karlmaður beið bana í eldsvoða í Grundarfirði í nótt. Neyðarlínunni barst tilkynning frá nágranna um reyk frá þrílyftu íbúðarhúsi í austurhluta bæjarins rétt fyrir klukkan þrjú, og var slökkvilið þegar kallað út.

Töluverður eldur logaði í húsinu, þegar það kom á vettvang, og voru reykkafarar sendir inn. Þeir fundu húsráðanda og báru hann út, en eftir árangurslausar lífgunartilraunir úrskurðaði læknir hann látinn.

Tvær íbúðir eru í húsinu, en engin bjó í annarri þeirra. Slökkvistarfið tók nokkurn tíma og er húsið stór skemmt.

Lögreglurannsókn stendur nú yfir á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×