Sport

Karlar eiga að fá meira greitt en konur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nocak Djokovic.
Nocak Djokovic. vísir/getty
Besti tennisleikari heims segir að karlar eigi að fá stærra sneið af tenniskökunni en konur þar sem fleiri komi að horfa á þá spila.

„Konur hafa barist fyrir sínu og fengið það. Nú eiga karlarnir að berjast fyrir meiru en þeir eru að fá,“ sagði Djokovic.

Hann benti á máli sínu til stuðnings að það væru fleiri áhorfendur á þeirra leikjum og að karlar seldu fleiri miða á tennismót.

Á stórmótunum fjórum eru sömu vinningsupphæðir í boði fyrir karla og konur. Þannig hefur það verið síðan 2007. Konurnar fá aftur á móti mun minna á mótum sem eru aðeins kvennamót samanborið við mót þar sem aðeins karlar taka þátt.

Yfirmaður Indian Wells-mótsins, Raymond Moore, hélt því fram að konur væru mjög heppnar að fá að spila með körlunum og þannig fá vel útborgað.

„Ef ég væri kvenkynsspilari þá myndi ég fara á hnén á hverju kvöldi og þakka Guði fyrir að Roger Federer og Rafael Nadal hefðu fæðst. Þeir hafa borið þessa íþrótt á herðum sér,“ sagði Moore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×