Lífið

Karlakórinn Hreimur söng fyrir franskan sjónvarpsþátt

Birgir Olgeirsson skrifar
Karlakórinn Hreimur í jarðböðunum við Mývatn.
Karlakórinn Hreimur í jarðböðunum við Mývatn. Vísir/Facebook
Karlakórinn Hreimur frá Húsavík verður á dagskrá franska ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem honum bregður fyrir í ferðamálaþættinum FautPasRêver.

Í þættinum skellir þáttastjórnandinn Philippe Gougler sér í jarðböðin við Mývatn en þar rekst hann á hóp karla og spyr hvers vegna þeir ræði svo mikið saman og hvort þeir þekkist?

Einn af mönnunum svarar því að þeir séu í karlakór og spyr Gougler hvort þeir séu ekki til í að taka eitt lag fyrir hann. Karlakórinn Hreimur varð að sjálfsögðu við þeirri bón og söng Ó, mín flaskan fríða. Útkoman er afar skemmtileg og má sjá hér fyrir neðan:

J -2 pour partager son bain avec Philippe Gougler en #Islande dans #fautpasrever vendredi à 20h50 sur France 3

Posted by Faut Pas Rêver on Wednesday, October 28, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×