Innlent

Kannabisræktun stöðvuð í Þingahverfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um fimmtíu plöntur voru gerðar upptækar.
Um fimmtíu plöntur voru gerðar upptækar. vísir/Ernir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um sexleytið í gærkvöldi ræktun fíkniefna í húsi í Þingahverfi í Kópavoginum. Um það bil fimmtíu kannabisplöntur og áhöld tengd ræktuninni voru gerð upptæk en á vettvangi fundust einnig önnur fíkniefni.

Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn ökumaðurinn var með 11 ára son sinn með sér í bílnum og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir auk þess sem málið var tilkynnt til Barnaverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×