Fótbolti

Kanada skoraði í blálokin og tryggði sér úrslitaleik á móti íslensku stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í kvennalandsliðinu geta tryggt Íslandi sæti í úrslitaleik Akgarve-mótsins á mánudaginn.
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í kvennalandsliðinu geta tryggt Íslandi sæti í úrslitaleik Akgarve-mótsins á mánudaginn. Vísir/Anton
Íslensku landsliðskonurnar voru aðeins nokkrum mínútum frá því að vera búnar að tryggja sér sæti í úrslitaleik Algarve-mótsins þrátt fyrir að það væri ein umferð eftir af riðlakeppninni.

Svo varð þó ekki því Ísland og Kanada mætast á mánudaginn í hreinum úrslitaleik í sínum riðli á þessu árlega alþjóðlegu móti í Portúgal.

Íslensku stelpurnar unnu glæsilegan 4-1 sigur á Dönum í öðrum leik sínum í dag eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Belgum á miðvikudaginn. Lengi vel leit út fyrir að hann ætlaði að skila íslenska liðinu sigur í riðlinum og sæti í úrslitaleik mótsins.

Staðan var nefnilega markalaus í leik Belga og Kanada fram eftir þeim leik og þau úrslit hefðu þýtt að Ísland væri búið að vinna riðilinn. Belgar hefðu mátt vinna líka því hefðu íslensku stelpurnar einnig verið komnar í úrslitaleikinn.

Gabrielle Carle tryggði Kanada hinsvegar 1-0 sigur á Belgíu með marki á 88. mínútu leiksins.

Kanada er því með þrjú stig eða þremur stigum á eftir íslenska liðinu. Kanada á eftir að mæta Íslandi í lokaumferð riðilsins og sigur í þeim myndi tryggja þeim kanadísku sæti í úrslitaleiknum.

Íslensku stelpurnar eru með sex stig af sex mögulegum og markatöluna 6-2. Þeim nægir jafntefli í leiknum á móti Kanada á mánudaginn til þess að tryggja sér sigur í riðlinum og sæti í úrslitaleiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×