Innlent

Kafbátur notaður við leitina að Önnu Kristínu - staðan endurmetin í kvöld

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn hefur ekkert spurst til Önnu Kristínar Ólafsdóttur þrátt fyrir víðtæka leit frá því á föstudagsmorgun. Í dag var notast við þyrlu og kafbát við leitina.

Fjöldi fólks frá lögreglu, björgunarsveitum og slökkviliði hefur komið að leitinni að Önnu Kristínu sem nú hefur staðið í þrjá daga.

„Við vorum með 150 manns fyrsta daginn, 100 manns annan daginn og erum svo búnir að vera með um fimmtíu manns hér í dag,“ segir Jónas Guðmundsson, aðgerðarstjórn björgunarsveita.

Þeir hafa einnig notast við þyrlu og kafbát við leitina að Önnu.

„Það hafa eiginlega allir aðilar komið að þessu og sambandið komið að þessu,“ segir Jónas og bætir við:„svo fengum við fyrirtæki sem heitir Gavian sem lánuðu okkur kafbát til þess að leita sjávarbotninn."

Jónas segir óvíst með framhald leitarinnar. „Við ætlum að taka stöðuna eftir kvöldið í kvöld. Okkar sveitir eiga eftir að leita fram á kvöld og svo tökum við stöðuna eftir það og metum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×