Kærleikurinn og nándin sterkari eftir eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2012 19:30 Öskumistur sem blásið hefur yfir sunnanvert landið í dag minnti stóran hluta landsmanna á Grímsvatnagosið sem hófst á þessum degi í fyrra. Af Kambabrún mátti sjá að mistrið lá nokkuð þétt yfir Suðurlandsundirlendinu, austur í Vík var skyggnið vart nema um kílómetri, og á veginum milli Víkur og Skaftafells bara nokkrir tugir metra á köflum svo hægja þurfti ferðina. Þetta eru upptökin, Grímsvötn í fyrra, mesta gos í heila öld úr virkustu eldstöð Íslands, og svo ákaft var gosið fyrstu dagana að neyðarástand skapaðist í Skaftárhreppi vegna svartnættis. Og menn skildu merkingu orðanna sem gamla fólkið notaði um Kötlugosið 1918, segir Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri sem rifjar þetta upp í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sem betur fer tók þetta fljótt af, segir Eygló. Gosið stóð í viku, það tók mánuð að hreinsa og nú erum við bara brött, segir hún. Átakanlegustu myndirnar í fyrra voru af kindunum, sem misstu sjónina þegar askan fór í augun. Þegar við vorum þarna í dag mátti líka greina öskurákir í augunum á fénu og bóndanum, Bjarna Baldurssyni á Múlakoti á Síðu, leist ekkert á stöðuna í öskurokinu í dag, nú ári síðar. Öskufallið var mest í Fljótshverfi í fyrra og þar fór öskurykið það illa í öndunarfærin á Birni Helga Snorrasyni, bónda á Kálfafelli að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Við hittum líka ráðherrann fyrrverandi á Seglbúðum, Jón Helgason, sem grímuklæddur sópaði tröppurnar í fyrra, og við rifjuðum það upp í dag. Eygló sveitarstjóri telur samfélagið vera sterkara á eftir. Þegar svona gerist í litlu samfélagi verði nándin og kærleikurinn svo sterkur. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Öskumistur sem blásið hefur yfir sunnanvert landið í dag minnti stóran hluta landsmanna á Grímsvatnagosið sem hófst á þessum degi í fyrra. Af Kambabrún mátti sjá að mistrið lá nokkuð þétt yfir Suðurlandsundirlendinu, austur í Vík var skyggnið vart nema um kílómetri, og á veginum milli Víkur og Skaftafells bara nokkrir tugir metra á köflum svo hægja þurfti ferðina. Þetta eru upptökin, Grímsvötn í fyrra, mesta gos í heila öld úr virkustu eldstöð Íslands, og svo ákaft var gosið fyrstu dagana að neyðarástand skapaðist í Skaftárhreppi vegna svartnættis. Og menn skildu merkingu orðanna sem gamla fólkið notaði um Kötlugosið 1918, segir Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri sem rifjar þetta upp í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sem betur fer tók þetta fljótt af, segir Eygló. Gosið stóð í viku, það tók mánuð að hreinsa og nú erum við bara brött, segir hún. Átakanlegustu myndirnar í fyrra voru af kindunum, sem misstu sjónina þegar askan fór í augun. Þegar við vorum þarna í dag mátti líka greina öskurákir í augunum á fénu og bóndanum, Bjarna Baldurssyni á Múlakoti á Síðu, leist ekkert á stöðuna í öskurokinu í dag, nú ári síðar. Öskufallið var mest í Fljótshverfi í fyrra og þar fór öskurykið það illa í öndunarfærin á Birni Helga Snorrasyni, bónda á Kálfafelli að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Við hittum líka ráðherrann fyrrverandi á Seglbúðum, Jón Helgason, sem grímuklæddur sópaði tröppurnar í fyrra, og við rifjuðum það upp í dag. Eygló sveitarstjóri telur samfélagið vera sterkara á eftir. Þegar svona gerist í litlu samfélagi verði nándin og kærleikurinn svo sterkur.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira