Meistaramánuður - 5. þáttur

Í Meistaramánuðinum var fjallað um það hversu mikilvæg seigla og úthald er til þess að maður komist á sinn áfangastað. Þegar aðeins tæp vika er eftir af mánuðinum er um að gera að fá ráleggingar um það hvernig best er að halda áfram og sigrast á markmiðum sínum þegar reynir verulega á. Konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir , hlaupagikkurinn Kári Steinn Karlsson og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir hafa öll náð aðdáunarverðum árangri í sinu fagi og deildu því með okkur hvað þau gera þegar róðurinn þyngist. Að venju var spjallað nokkra þáttakendur sem deildu með okkur sögum af afrekum sínum í mánuðinum. Ragnheiður Guðmundsdóttir sagði okkur til að mynda hvernig hún fór að því að missa 50 kíló með því að hætta að fara á megrunarkúra, Vinirnir Gabríel Gíslason og Daníel Ólafsson leyfðu okkar að fylgjast með því hvernig þeir skópu sér minningu sem mun færa þeim bros á vör þar til yfir líkur og einnig fengum við að kynnast einhverjum alharðasta hand-hjólreiðagarpi landsins.

3702
17:32

Vinsælt í flokknum Meistaramánuður