Samræmd móttaka flóttafólks

Og þessu tengt - því að samkvæmt núverandi reglum þá fær Murtada öðruvísi meðferð hjá hinu opinbera heldur en kona hans og börn, sem komu sem svokallaðir kvótaflóttamenn. En ríkisstjórnin hefur nú samþykkt tillögur um samræmda móttöku flóttafólks. (LUM) Það þýðir að flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum, eins og Murtada, eiga að fá sams konar stuðning yfirvalda og kvótaflóttamenn. Þetta voru 154 einstaklingar á fyrstu ellefu árum síðasta árs. Samkvæmt tillögum starfshóps munu móttökusveitarfélög aðstoða fólkið, meðal annars við að læra íslensku og finna húsnæði og atvinnu. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þetta í dag.

3
00:44

Vinsælt í flokknum Fréttir