Kvikmyndastjarna og aðgerðarkona sem berst fyrir réttindum kvenna

Ashley Judd er ein virtasta leikkona heims og á að baki um fjörutíu kvikmyndir og tuttugu sjónvarpsmyndir. Hún er líka aðgerðarkona og mjög virk innan bandaríska Demókrataflokksins þar sem hún hefur meðal annars barist fyrir frelsi kvenna til fóstureyðinga. Sjálf fór hún í fóstureyðingu þegar hún varð barnshafandi eftir að hafa verið nauðgað. Hún var fyrst kvenna til að koma fram undir nafni í málaferlum gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Ashley Judd þegar hún sótti Heimsþing leiðtogakvenna í Hörpu í vikunni.

4213
26:49

Vinsælt í flokknum Fréttir