Mikil sorg á Austfjörðum

Þau sem létust í flugslysi við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðast liðinn sunnudag hétu Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Kristján Orri Magnússon flugmaður, bæði fædd árið 1982, og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur fæddur árið 1954. Fólkið var við reglulegar hreindýratalningar fyrir Náttúrustofu Austurlands þegar slysið varð. Minningarstund hófst í Egilsstaðakirkju klukkan sex.

520
03:52

Vinsælt í flokknum Fréttir