FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST NÝJAST 09:15

Kortleggja dópgreni í miđbćnum

FRÉTTIR

Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

Innlent
kl 10:36, 04. maí 2014
Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

„Hún var þarna, tveimur til þremur skrefum á undan mér og svo hvarf hún bara ofan í jörðina,“ segir Anna Hermannsdóttir frá Hafnarfirði sem horfði á fjögurra mánaða gamlan hvolp hverfa ofan í jörðina á landi við Vatnsleysuströnd á mánudaginn. Hvolpurinn, sem var nefndur Jackie, sogaðist ofan í holu sem var um 35 sentímetrar í þvermál, að sögn Önnu.

Holan var full af vatni og komst hvolpurinn því ekki lifandi frá þessu óhugnanlega atviki. Hvolpurinn var fastur í holunni í sólarhring.

Anna segir holuna greinilega hafa verið manngerða og telur að hún tengist tilraunum til þess að bora fyrir heitu vatni.

Anna vakti athygli á málinu á vefnum Gaflari.is.

„Þetta var mjög óhugnalegt. Ég fór þarna með Jackie og fjölskyldu hennar. Þetta svæði er skráð sem fólkvangur og ég ætlaði að leyfa hundunum að vera þarna lausum,“ segir Anna í samtali við Vísi.

Hún er hundaræktandi og hefur vanið komur sínar á þetta svæði í fjölda ára. Landið sem Anna fór með hundana á heitir Höskuldarvellir og er á Vatnsleysuströnd. Hún segir mikilvægt að leyfa hvolpum að ganga um lausir í náttúrunni, það sé hluti af uppeldi þeirra.
„Ég hélt að þetta væri alveg öruggt svæði. Holan var hulin grasi og því brá mér rosalega þegar Jackie sogaðist þarna niður. Ég hélt í raun fyrst að þetta væri bara gjóta,“ útskýrir hún.

Hún segir fjölskyldu Jackie hafa brugðist illa við. „Hundarnir urðu alveg vitstola og söfnuðust saman við holuna geltandi. Ég þurfti því að halda aftur af þeim á meðan ég stakk hendinni ofan í holuna.“

Anna var komin með alla höndina ofan í holuna þegar það rann upp fyrir henni að hún myndi ekki ná Jackie upp úr holunni. Hún hélt því heim í Hafnarfjörðinn með hundana og bað manninn sinn um aðstoð.

„Við náðum í hrífur og prik, því mér fannst augljóst að holan var ansi djúp og breið. Miklu breiðari en opið. Lengsta prikið sem við sóttum var 170 sentímetra langt. Það nægði ekki til þess að ná til botns í holunni og ekki einu sinni til hliðanna.“ Ekkert bólaði því á hvolpinum Jackie.


Hér má sjá holuna sem er um 35 sentímetrar í ţvermál.
Hér má sjá holuna sem er um 35 sentímetrar í ţvermál.

Sóttu lengra prik
Anna segir þau hjónin hafa farið heim eftir talsvert langan tíma og fjölda tilrauna til þess að ná hvolpinum litla upp úr holunni. 

Daginn eftir fór maður Önnu svo aftur að holunni með þriggja metra langt prik. „Þá fyrst fann hann hliðar á holunni. Hún er því alveg ofboðslega breið, þessi hola.“ Anna segir manninn sinn hafa verið að í rúman klukkutíma, þegar hann loks náði Jackie upp úr holunni

„Hún var drulluskítug. Vatnið þarna er ógeðslegt. Hún hefur líklega gleypt fullt af vatni og drukknað um leið og hún féll ofan í,“ útskýrir Anna. 

Anna segir þetta hafa verið átakanlegan sólarhring og eitthvað sem enginn dýravinur hugsar sér. „Þetta var bara hræðilegt í einu orði,“ útskýrir hún.


Jackie var rétt rúmir 50 sentímetrar ađ lengd.
Jackie var rétt rúmir 50 sentímetrar ađ lengd.

Ekki sofið í þrjá daga
Anna tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum strax frá þessum atburði. Hún vildi að holunni yrði lokað. „Já, ég hef heyrt að farið sé með leikskólabörn á þetta svæði, enda er þetta fólkvangur. Þetta hefði auðveldlega getað verið barn sem hefði sogast þarna niður.“

Anna segir enn ekkert hafa verið gert í málinu, þrátt fyrir að nokkrir dagar séu komnir síðan hún tilkynnti lögreglu um málið. „Ég ætla að fara til lögreglunnar eftir helgi og athuga hvar málið stendur. Holan er ennþá þarna og alveg jafn hættuleg. Maðurinn hefur þó reynt að loka henni með einhverju drasli sem hann fann þarna í kring. Tunnum og einhverju. Svo fleiri lendi ekki í þessu. Þetta er alveg hryllilegt,“ útskýrir hún.

Anna segir það skelfilegt að hafa horft svona á eftir hvolpinum hverfa ofan í jörðina. „Ég gat varla lokað augunum í nokkra daga eftir að þetta gerðist. Ég sá þetta þetta bara alltaf gerast aftur og aftur. Ég gat varla sofið í þrjár nætur eftir þetta,“ segir Anna.

Landið við Höskuldarvelli var gert að fólkvangi árið 1975, en er samt sem áður í einkaeign. Anna hefur reynt að hafa upp á landeigendum án árangurs. Hún hvetur þá til þess að loka holunni.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 21. ágú. 2014 09:15

Kortleggja dópgreni í miđbćnum

Bruninn á Grettisgötu á mánudag hefur orđiđ til ţess ađ lögreglan hyggst skrásetja ţau hús sem hústökufólk hefur lagt undir sig. Slökkviliđ bendir á ađ mikil eldhćtta stafi af yfirgefnum húsum. Yfirge... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 00:01

Margfaldur verđmunur á innkaupalistum skóla

Samkvćmt innkaupalistum grunnskóla landsins á sölusíđunni Heimkaup kostar frá sjö ţúsund krónum upp í tćpar ţrjátíu ţúsund ađ byrja í 8. bekk. Sviđsstjóri skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur hvetur f... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:09

Tvćr ţyrlur fóru eftir slösuđum sjómanni

Sjómađur slasađist um borđ í erlendum togara um miđnćturbil, ţegar hann var staddur í grćnlensku lögsögunni, djúpt úti af Vestfjörđum. Skipstjórinn óskađi eftir ađ hann yrđi sóttur međ ţyrlu og ţar se... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:01

Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stćrsti tćp fjögur stig

Ekkert lát er á skjálftavirkni í norđanverđum Vatnajökli, ţar sem á ţriđja hundrađ skjálfta mćldust í nótt, ţar af tveir upp á ţrjú stig eđa meira. Sá fyrri reiđ yfir klukkan hálf tólf í gćrkvöldi og ... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:00

Hćttumat Bárđarbungu enn óklárađ

Vinna viđ sérstakt hćttumat fyrir Bárđarbungu hófst 2012 en er enn ólokiđ. Eldstöđin er í flokki međ Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hćttulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mćldir viđ Bárđarbun... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:00

Ađeins fimm verđmerktu rétt

Ađeins fimm fyrirtćki af 12 voru međ allar verđmerkingar í lagi, ţegar Neytendastofa kannađi ástandiđ á Akureyri á dögunum. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 20:00

Mikil fjölgun smábáta á makrílveiđum

"Ţađ stefnir í metár,“ segir skipstjóri sem hefur veriđ á makrílveiđum skammt frá Grindavík síđustu daga. Talsvert fleiri smábátar stunda nú makrílveiđar en á sama tíma á síđasta ári. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 19:45

Gamalt hús fćr nýtt líf

130 ára gamalt sögufrćgt hús hefur nú fengiđ nýtt líf, en ţví hefur veriđ fundinn varanlegur stađur í miđbćnum eftir ađ hafa stađiđ faliđ í Iđnađarhverfi úti á Granda síđustu ár. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 19:30

Hvađ finnst ferđamönnum í Reykjavík um yfirvofandi eldgos?

Jarđhrćringar í Bárđarbungu hafa vakiđ athygli víđa utan landsteinanna, en fjölmargir erlendir fjölmiđlar hafa nú greint frá kvikuhreyfingu á svćđinu, og ţeim áhrifum sem eldgos gćti haft á flugumferđ... Meira
Innlent 20. ágú. 2014 19:15

Hratt kvikuflćđiđ á viđ hálfa Ţjórsá

Hraunelfan sem streymir úr iđrum Bárđarbungu er ađ umfangi álíka og flćđi hálfrar Ţjórsár og hefur ţegar myndađ 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 18:30

Ađgerđir koma illa viđ ferđaţjónustuna

Hrćringarnar undir Bárđarbungu ţegar haft mikil áhrif á samfélagiđ, međal annars á ferđaţjónustu. Rauđi krossinn er búinn undir hamfarir eins og ađrir viđbragđsađilar. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 18:20

Björn fundinn

Lögreglan á höfuđborgarsvćđinu og Lögreglan á Suđurlandi lýsti eftir Birni Hjálmarssyni, 51 ára. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 17:26

Ţrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárđarbungu

Veđurstofa Íslands hefur unniđ myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárđarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 16:44

Tekist á um matarskattinn í ríkisstjórninni

Karl Garđarsson, ţingmađur Framsóknarflokksins, leggst gegn hćkkun á virđisaukaskatti á matvćli. Vill fćkka undanţágum og leggja VSK á ferđaţjónustuna. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 13:47

Skattalćkkanir í nýju fjárlagafrumvarpi

Formađur ţingflokks Sjálfstćđismanna segir innanríkisráđherra njóta óskorađs trausts ţingflokksins. Lekamáliđ ráđherra og flokknum öllum erfitt. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 13:00

Óákveđiđ hvernig haldiđ verđur upp á vitaafmćliđ

Ţrátt fyrir sjötíu ára afmćli er vitinn viđ Skagatá enn kallađur nýi vitinn enda stendur forveri hans af sér allan öldugang í flćđarmálinu. Síđasti vitavörđur hćtti 2004. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 12:46

Eldur kom upp í bíl á Snćfellsnesi

Ađ sögn slökkviliđsstjóra Snćfellsbćjar mátti engu muna ađ bílinn hefđi brunniđ. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 00:01

Vonast til ađ slátra á jóladiskinn

Guđjón Kristjánsson, framkvćmdastjóri Sláturhúss Vesturlands, eygir nú von um ađ geta hafiđ vinnslu í fullbúnu sláturhúsi á Brákarey í Borgarnesi á nćstu mánuđum. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 12:20

Svipast um eftir ferđafólki norđan Dyngjujökuls í dag

Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetur landsmenn til ţess ađ rćđa viđ ferđafólk norđan Dyngjujökuls og upplýsa ţađ um stöđu mála. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 12:00

Vilja leggja af allar busavígslur

Skólameistarar hvetja til ţess ađ tekiđ sé vel á móti nýnemum og ţeir fái á tilfinninguna ađ ţeir séu velkomnir í skólana. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 11:59

Stal bíl, skipti um númeraplötur og ók undir áhrifum amfetamíns

Tvítugur Reykvíkingur er ákćrđur er fyrir fimm alvarleg hegningar- og umferđarlagabrot á liđnu ári. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 11:51

Mjög öflugur atburđur, kvikan fćri hratt upp

Atburđarásin í Bárđarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varđ í ađdraganda Gjálpargossins áriđ 1996. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 00:01

Fleiri glíma viđ langtímaatvinnuleysi

Rúmur helmingur ţeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hefur veriđ án vinnu í hálft ár eđa lengur. Einnig fjölgar í hópi atvinnulausra háskólamanna og erlendra ríkisborgara. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 11:11

Leitar konunnar sem tók viđ Neyđarlínusímtalinu

"Mig bráđvantar ađ finna ţessa konu og verđ afar ţakklát ef einhver getur ađstođađ mig viđ ţađ,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona á Stöđ 2. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 11:02

Skralla í Skaftahlíđ

Götu-, markađs- og skemmtihátíđ verđur í Skaftahlíđ á Menningarnótt. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd
Fara efst