ŢRIĐJUDAGUR 2. SEPTEMBER NÝJAST 16:30

Cee Lo eyđir Twitter-síđunni eftir nauđgunarummćli

LÍFIĐ

Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

Innlent
kl 10:36, 04. maí 2014
Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

„Hún var þarna, tveimur til þremur skrefum á undan mér og svo hvarf hún bara ofan í jörðina,“ segir Anna Hermannsdóttir frá Hafnarfirði sem horfði á fjögurra mánaða gamlan hvolp hverfa ofan í jörðina á landi við Vatnsleysuströnd á mánudaginn. Hvolpurinn, sem var nefndur Jackie, sogaðist ofan í holu sem var um 35 sentímetrar í þvermál, að sögn Önnu.

Holan var full af vatni og komst hvolpurinn því ekki lifandi frá þessu óhugnanlega atviki. Hvolpurinn var fastur í holunni í sólarhring.

Anna segir holuna greinilega hafa verið manngerða og telur að hún tengist tilraunum til þess að bora fyrir heitu vatni.

Anna vakti athygli á málinu á vefnum Gaflari.is.

„Þetta var mjög óhugnalegt. Ég fór þarna með Jackie og fjölskyldu hennar. Þetta svæði er skráð sem fólkvangur og ég ætlaði að leyfa hundunum að vera þarna lausum,“ segir Anna í samtali við Vísi.

Hún er hundaræktandi og hefur vanið komur sínar á þetta svæði í fjölda ára. Landið sem Anna fór með hundana á heitir Höskuldarvellir og er á Vatnsleysuströnd. Hún segir mikilvægt að leyfa hvolpum að ganga um lausir í náttúrunni, það sé hluti af uppeldi þeirra.
„Ég hélt að þetta væri alveg öruggt svæði. Holan var hulin grasi og því brá mér rosalega þegar Jackie sogaðist þarna niður. Ég hélt í raun fyrst að þetta væri bara gjóta,“ útskýrir hún.

Hún segir fjölskyldu Jackie hafa brugðist illa við. „Hundarnir urðu alveg vitstola og söfnuðust saman við holuna geltandi. Ég þurfti því að halda aftur af þeim á meðan ég stakk hendinni ofan í holuna.“

Anna var komin með alla höndina ofan í holuna þegar það rann upp fyrir henni að hún myndi ekki ná Jackie upp úr holunni. Hún hélt því heim í Hafnarfjörðinn með hundana og bað manninn sinn um aðstoð.

„Við náðum í hrífur og prik, því mér fannst augljóst að holan var ansi djúp og breið. Miklu breiðari en opið. Lengsta prikið sem við sóttum var 170 sentímetra langt. Það nægði ekki til þess að ná til botns í holunni og ekki einu sinni til hliðanna.“ Ekkert bólaði því á hvolpinum Jackie.


Hér má sjá holuna sem er um 35 sentímetrar í ţvermál.
Hér má sjá holuna sem er um 35 sentímetrar í ţvermál.

Sóttu lengra prik
Anna segir þau hjónin hafa farið heim eftir talsvert langan tíma og fjölda tilrauna til þess að ná hvolpinum litla upp úr holunni. 

Daginn eftir fór maður Önnu svo aftur að holunni með þriggja metra langt prik. „Þá fyrst fann hann hliðar á holunni. Hún er því alveg ofboðslega breið, þessi hola.“ Anna segir manninn sinn hafa verið að í rúman klukkutíma, þegar hann loks náði Jackie upp úr holunni

„Hún var drulluskítug. Vatnið þarna er ógeðslegt. Hún hefur líklega gleypt fullt af vatni og drukknað um leið og hún féll ofan í,“ útskýrir Anna. 

Anna segir þetta hafa verið átakanlegan sólarhring og eitthvað sem enginn dýravinur hugsar sér. „Þetta var bara hræðilegt í einu orði,“ útskýrir hún.


Jackie var rétt rúmir 50 sentímetrar ađ lengd.
Jackie var rétt rúmir 50 sentímetrar ađ lengd.

Ekki sofið í þrjá daga
Anna tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum strax frá þessum atburði. Hún vildi að holunni yrði lokað. „Já, ég hef heyrt að farið sé með leikskólabörn á þetta svæði, enda er þetta fólkvangur. Þetta hefði auðveldlega getað verið barn sem hefði sogast þarna niður.“

Anna segir enn ekkert hafa verið gert í málinu, þrátt fyrir að nokkrir dagar séu komnir síðan hún tilkynnti lögreglu um málið. „Ég ætla að fara til lögreglunnar eftir helgi og athuga hvar málið stendur. Holan er ennþá þarna og alveg jafn hættuleg. Maðurinn hefur þó reynt að loka henni með einhverju drasli sem hann fann þarna í kring. Tunnum og einhverju. Svo fleiri lendi ekki í þessu. Þetta er alveg hryllilegt,“ útskýrir hún.

Anna segir það skelfilegt að hafa horft svona á eftir hvolpinum hverfa ofan í jörðina. „Ég gat varla lokað augunum í nokkra daga eftir að þetta gerðist. Ég sá þetta þetta bara alltaf gerast aftur og aftur. Ég gat varla sofið í þrjár nætur eftir þetta,“ segir Anna.

Landið við Höskuldarvelli var gert að fólkvangi árið 1975, en er samt sem áður í einkaeign. Anna hefur reynt að hafa upp á landeigendum án árangurs. Hún hvetur þá til þess að loka holunni.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 02. sep. 2014 16:09

Leikskólakennarar semja

Félag stjórnenda leikskóla og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuđu undir nýjan kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan ţrjú í dag. Meira
Innlent 02. sep. 2014 15:51

Atvinnulaus fyrrverandi ţingmađur verđur ritstjóri

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alţingismađur fyrir Framsóknarflokkinn og formađur ţingflokksins, hefur veriđ ráđinn ritstjóri blađsins Vestfirđir. Meira
Innlent 02. sep. 2014 15:37

Ísafjarđarbćr í samstarf viđ Skema

Ísafjarđarbćr í samstarfi viđ Skema hafa skrifađ undir 14 mánađa samstarfssamning sem miđar ađ ţví ađ byggja upp og tryggja árangursríka innleiđingu á upplýsingatćkni í skólastarf Ísafjarđarbćjar og n... Meira
Innlent 02. sep. 2014 15:12

Braust inn og barđi húsráđanda međ leikfangasverđi

Ţjófurinn hótađi fjölskyldunni lífláti. Meira
Innlent 02. sep. 2014 14:56

Veita 26 milljónum í verkefni ţar sem listir og vísindi koma saman

Norrćna ráđherranefndin hefur ákveđiđ ađ veita um 26 milljónir króna til nýs verkefnis, KONNECT, ţar sem listir og vísindi koma saman til ađ efla sjálfbćra ţróun. Meira
Innlent 02. sep. 2014 13:52

Segir dýraníđ á Dalsmynni en hefur aldrei komiđ ţangađ

Ađalmeđferđ í meiđyrđamáli Ástu Sigurđardóttur, eiganda Hundarćktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Hérađsdómi Reykjaness í dag. Meira
Innlent 02. sep. 2014 14:05

Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum

"Virkilega vel blandađ og gott kók fyrir helgina! Finnur ţađ á fyrstu línu ađ ţú ţarft ekki strax ađra eftir korter, stk er á 15k.“ Meira
Innlent 02. sep. 2014 13:56

Yfir ein og hálf milljón heimsókna

Rúmlega ein og hálf milljón hefur heimsótt síđu Mílu, livefromiceland.is frá ţví Míla setti upp vefmyndavélar viđ Vađöldu međ útsýni yfir Bárđarbungusvćđiđ og kom ţeim í loftiđ. Meira
Innlent 02. sep. 2014 13:18

Minni skjálftavirkni

Frá miđnćtti hafa mćlst um 300 skjálftar en 500 á sama tímabili í gćr. Meira
Innlent 02. sep. 2014 12:56

Funduđu vegna Hoyvíkursamningsins

Töluverđ umrćđa hefur veriđ um Hoyvíkur-samninginn undanfarna daga eftir ađ fćreyskt skip átti ekki ađ fá ţjónustu í Reykjavíkurhöfn. Meira
Innlent 02. sep. 2014 12:48

69 ţúsund umsóknir

Áfram verđur tekiđ viđ umsóknum um ráđstöfun séreignarsparnađar inn á húsnćđislán og hafa 27.500 einstaklingar ţegar sótt um ţann hluta ađgerđar stjórnvalda um lćkkun höfuđstóls húsnćđisskulda. Meira
Innlent 02. sep. 2014 10:52

Á ţriđja hundrađ tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eđa Litla-Hraun?

Fréttastofa hvatti almenning í gćr til ađ senda inn sínar tillögur ađ nafni á eldstöđinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. Meira
Innlent 02. sep. 2014 12:12

„Hann gat keypt á mig nćrföt á eftir“

Sigríđur Björk Guđjónsdóttir, nýr lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuđborgarsvćđinu, rifjađi upp skemmtilega sögu frá ţví hún var sýslumađur á Ísafirđi í Íslandi í dag. Meira
Innlent 02. sep. 2014 12:02

Sveinn Andri krefur DV um tíu milljónir króna

"Honum er velkomiđ ađ útskýra fyrir ţjóđinni hvernig ţađ gerist ađ mađur á ţessum aldri, líklega fimmtugur, er í sambandi viđ jafn ómótađan einstakling og sextán ára stúlka hlýtur ađ vera,“ segi... Meira
Innlent 02. sep. 2014 11:53

Hrćkti tvisvar framan í lögreglumann

Atvikiđ átti sér stađ ađ kvöldi mánudagsins 4. júní áriđ 2012 viđ Fögrubrekku í Kópavogi. Meira
Innlent 02. sep. 2014 11:20

Flugu yfir gosiđ: „Hraunflćđiđ myndar samfelldar hraunár“

"Gosiđ er ennţá á fullu og ekkert lát á ţví,“ segir Kristján Már Unnarsson sem flaug yfir gosiđ í morgun. Meira
Innlent 02. sep. 2014 11:19

Samúđarfylgi Sjálfstćđisflokksins

Sigrún Magnúsdóttir telur hugsanlegt ađ framsóknarmenn séu of galvaskir og veltir ţví fyrir sér hvort ţjóđarsálin sé farin ađ vorkenna sjálfstćđismönnum? Meira
Innlent 02. sep. 2014 11:06

Atburđarrásin í Bárđarbungu frá A til Ö

Ţróun jarđhrćringanna viđ Bárđarbungu undanfarnar tvćr vikur leiđa af sér ótal spurningar og tilgátur um hvađ sé í raun ađ gerast. Meira
Innlent 02. sep. 2014 10:41

„Ég svarađi bara um hćl án ţess ađ pćla“

Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverđ á Kórnum í Kópavogi lykilatriđi. Meira
Innlent 02. sep. 2014 10:38

Minnihluti ánćgđur međ veđriđ í sumar

92 prósent Íslendinga á Norđaustur- og Austurlandi voru ánćgđ međ veđriđ í sumar en ađeins 37 prósent Reykvíkinga. Meira
Innlent 02. sep. 2014 10:00

Fjölmiđlanefnd flýtir skođun á eignarhaldi

Fjölmiđlanefnd hefur ákveđiđ ađ óska eftir upplýsingum um rekstur og eignarhald fjölmiđla í ljósi ţeirrar umrćđu sem átt hefur sér stađ um málefni fjölmiđla undanfariđ. Meira
Innlent 02. sep. 2014 08:15

Ferđaţjónustuađilar skipuleggja ferđir á gosstöđvar

Lokanir vega vegna eldgoss norđan Vatnajökuls hafa kostađ ferđaţjónustufyrirtćki allt ađ tvćr milljónir á dag. Mesta tjóniđ af lokun Dettifossvegar ađ vestan. Byrjađ er ađ skipuleggja ferđir ađ gosstö... Meira
Innlent 02. sep. 2014 07:30

„Frábćrar fréttir, ég er klár ásamt maka“

Bćjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bćjarfulltrúa hafa ţegiđ tvo bođsmiđa á tónleika Justins Timberlake. Varabćjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siđareglur kunna ađ hafa veriđ brotnar, fékk enga ... Meira
Innlent 02. sep. 2014 07:30

Grćnt ljós á pípurnar úr Hverahlíđ

"Af sex holum sem borađar hafa veriđ viđ Hverahlíđ eru fjórar vinnsluhćfar og gefa gufu sem er fyrir um ţađ bil eina vél í Hellisheiđavirkjun,“ segir í samţykkt sveitarstjórnar Ölfuss sem hefur ... Meira
Innlent 02. sep. 2014 07:10

Allt viđ ţađ sama í Holuhrauni

Dregiđ hefur úr skjálftavirkni og var stćrsti skjálftinn uppá 3,1 stig, sem telst lítiđ. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd
Fara efst