MIĐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 07:22

Birna aftur í Val

SPORT

Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

Innlent
kl 10:36, 04. maí 2014
Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd

„Hún var þarna, tveimur til þremur skrefum á undan mér og svo hvarf hún bara ofan í jörðina,“ segir Anna Hermannsdóttir frá Hafnarfirði sem horfði á fjögurra mánaða gamlan hvolp hverfa ofan í jörðina á landi við Vatnsleysuströnd á mánudaginn. Hvolpurinn, sem var nefndur Jackie, sogaðist ofan í holu sem var um 35 sentímetrar í þvermál, að sögn Önnu.

Holan var full af vatni og komst hvolpurinn því ekki lifandi frá þessu óhugnanlega atviki. Hvolpurinn var fastur í holunni í sólarhring.

Anna segir holuna greinilega hafa verið manngerða og telur að hún tengist tilraunum til þess að bora fyrir heitu vatni.

Anna vakti athygli á málinu á vefnum Gaflari.is.

„Þetta var mjög óhugnalegt. Ég fór þarna með Jackie og fjölskyldu hennar. Þetta svæði er skráð sem fólkvangur og ég ætlaði að leyfa hundunum að vera þarna lausum,“ segir Anna í samtali við Vísi.

Hún er hundaræktandi og hefur vanið komur sínar á þetta svæði í fjölda ára. Landið sem Anna fór með hundana á heitir Höskuldarvellir og er á Vatnsleysuströnd. Hún segir mikilvægt að leyfa hvolpum að ganga um lausir í náttúrunni, það sé hluti af uppeldi þeirra.
„Ég hélt að þetta væri alveg öruggt svæði. Holan var hulin grasi og því brá mér rosalega þegar Jackie sogaðist þarna niður. Ég hélt í raun fyrst að þetta væri bara gjóta,“ útskýrir hún.

Hún segir fjölskyldu Jackie hafa brugðist illa við. „Hundarnir urðu alveg vitstola og söfnuðust saman við holuna geltandi. Ég þurfti því að halda aftur af þeim á meðan ég stakk hendinni ofan í holuna.“

Anna var komin með alla höndina ofan í holuna þegar það rann upp fyrir henni að hún myndi ekki ná Jackie upp úr holunni. Hún hélt því heim í Hafnarfjörðinn með hundana og bað manninn sinn um aðstoð.

„Við náðum í hrífur og prik, því mér fannst augljóst að holan var ansi djúp og breið. Miklu breiðari en opið. Lengsta prikið sem við sóttum var 170 sentímetra langt. Það nægði ekki til þess að ná til botns í holunni og ekki einu sinni til hliðanna.“ Ekkert bólaði því á hvolpinum Jackie.


Hér má sjá holuna sem er um 35 sentímetrar í ţvermál.
Hér má sjá holuna sem er um 35 sentímetrar í ţvermál.

Sóttu lengra prik
Anna segir þau hjónin hafa farið heim eftir talsvert langan tíma og fjölda tilrauna til þess að ná hvolpinum litla upp úr holunni. 

Daginn eftir fór maður Önnu svo aftur að holunni með þriggja metra langt prik. „Þá fyrst fann hann hliðar á holunni. Hún er því alveg ofboðslega breið, þessi hola.“ Anna segir manninn sinn hafa verið að í rúman klukkutíma, þegar hann loks náði Jackie upp úr holunni

„Hún var drulluskítug. Vatnið þarna er ógeðslegt. Hún hefur líklega gleypt fullt af vatni og drukknað um leið og hún féll ofan í,“ útskýrir Anna. 

Anna segir þetta hafa verið átakanlegan sólarhring og eitthvað sem enginn dýravinur hugsar sér. „Þetta var bara hræðilegt í einu orði,“ útskýrir hún.


Jackie var rétt rúmir 50 sentímetrar ađ lengd.
Jackie var rétt rúmir 50 sentímetrar ađ lengd.

Ekki sofið í þrjá daga
Anna tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum strax frá þessum atburði. Hún vildi að holunni yrði lokað. „Já, ég hef heyrt að farið sé með leikskólabörn á þetta svæði, enda er þetta fólkvangur. Þetta hefði auðveldlega getað verið barn sem hefði sogast þarna niður.“

Anna segir enn ekkert hafa verið gert í málinu, þrátt fyrir að nokkrir dagar séu komnir síðan hún tilkynnti lögreglu um málið. „Ég ætla að fara til lögreglunnar eftir helgi og athuga hvar málið stendur. Holan er ennþá þarna og alveg jafn hættuleg. Maðurinn hefur þó reynt að loka henni með einhverju drasli sem hann fann þarna í kring. Tunnum og einhverju. Svo fleiri lendi ekki í þessu. Þetta er alveg hryllilegt,“ útskýrir hún.

Anna segir það skelfilegt að hafa horft svona á eftir hvolpinum hverfa ofan í jörðina. „Ég gat varla lokað augunum í nokkra daga eftir að þetta gerðist. Ég sá þetta þetta bara alltaf gerast aftur og aftur. Ég gat varla sofið í þrjár nætur eftir þetta,“ segir Anna.

Landið við Höskuldarvelli var gert að fólkvangi árið 1975, en er samt sem áður í einkaeign. Anna hefur reynt að hafa upp á landeigendum án árangurs. Hún hvetur þá til þess að loka holunni.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 23. júl. 2014 07:00

Atvinnuleysi kvenna vegna niđurskurđar

Uppgangur í einkageiranum á móti auknu ađhaldi í ríkisfjármálum gćti skýrt hvers vegna konur sitja frekar eftir á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráđherra hefur kallađ eftir samstarfi til ađ bregđast viđ... Meira
Innlent 23. júl. 2014 07:00

Cintamani-flíkur í trássi viđ lög

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnaflíkum frá CIntamani. Meira
Innlent 23. júl. 2014 07:00

Fullt af höfrungum og ein Ţúfa

Erlendir ferđamenn í hvalaskođun á skipinu Hafsúlunni sáu bćđi hrefnur og óhemju mikiđ af höfrungum í gćr ađ sögn Vignis Sigursveinssonar, skipstjóra hjá Eldingu, sem á Hafsúluna. Meira
Innlent 23. júl. 2014 07:00

Leita ađ íslenskum miđaldarklaustrum

Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafrćđingur, leitar ásamt ađstođarmönnum sínum ađ minjum um miđaldarklaustur á fjórtán stöđum á landinu. Notast er viđ jarđsjár, innrauđar myndir og loftmyndir. Til st... Meira
Innlent 23. júl. 2014 07:00

20 ţúsund nota séreignina í íbúđalán

Nćr ţrettán ţúsund manns hafa sótt um ađ greiđa séreignarsparnađ inn á fasteignalán. Sjö ţúsund eru í ferli. 70 ţúsund manns vilja fá verđtryggđ lán leiđrétt. Meira
Innlent 22. júl. 2014 23:44

Fastafulltrúi Íslands fordćmdi framgöngu beggja ađila

Gréta Gunn­ars­dótt­ir for­dćmdi í brot Ísra­ela og Palestínu­manna á alţjóđleg­um mannúđarlög­um á opn­um fundi Örygg­is­ráđs Sameinuđu ţjóđanna í kvöld Meira
Innlent 22. júl. 2014 23:27

Öll umferđ um Öskju bönnuđ í kjölfar skriđu

Öskjubarmurinn getur veriđ óstöđugur á köflum og meira af lausu efni gćti ţví falliđ í vatniđ. Meira
Innlent 22. júl. 2014 22:37

„Jafn eđlilegt og ađ binda Golden Retriver viđ ljósastaur“

Kanadískur pistlahöfundur er gáttađur á öllum börnunum sem skilin eru eftir fyrir utan kaffihús Reykjavíkur. Meira
Innlent 22. júl. 2014 19:24

Konum yfir fimmtugu mismunađ á vinnumarkađi

Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra hefur áhyggjur af stöđu mála og hyggur á lagabreytingar. Meira
Innlent 22. júl. 2014 18:31

Ungt hústökufólk olli skemmdum í Kópavogi

Hálf tylft unglinga gerđi sig heimakćra í íbúđ einni í bćjarfélaginu svo ađ á sá á innanstokksmunum. Meira
Innlent 22. júl. 2014 17:00

Fjölskylduhjálp auglýsir eftir plastpokum

Samtökin skortir poka undir matvćlagjafir sínar. Meira
Innlent 22. júl. 2014 16:33

Lögreglustjóri dró umsókn sína til baka

Alls bárust 24 umsóknir um embćtti forstjóra Samgöngustofu. Matsnefnd hefur skilađ tillögum til ráđherra. Meira
Innlent 22. júl. 2014 16:26

Sagan af húsunum í Viđey verđur sögđ

Magnús Sćdal mun í kvöld frćđa gesti Viđeyjar um endurbyggingu bćđi Viđeyjarstofu. Meira
Innlent 22. júl. 2014 16:21

Nýráđinn sveitarstjóri ekki úr hópi umsćkjenda

Minnihluti í stjórn Eyjafjarđarsveitar er ósáttur međ ađ hafa ekki veriđ međ í ráđum ţegar Karli Frímannssyni var bođin stađan. Meira
Innlent 22. júl. 2014 15:07

Kom ađ kúkandi ferđamanni fyrir utan Kirsuberjatréđ

"Hann stóđ bara upp og labbađi í burtu. Hann stoppađi svo og ţefađi af puttunum sínum og fór ţađan inn í Borgarbókasafn," segir verslunarstjórinn. Meira
Innlent 22. júl. 2014 14:41

Flísatöngin best gegn mítlinum

Ţórólfur Guđnason hjá Landlćkni, segir hvađ best sé ađ gera viđ biti frá skógarmítli. Meira
Innlent 22. júl. 2014 13:34

Flúđi lögreglumenn en hljóp inn í lögregluskóla

Roger Beasley Jr. var stöđvađur af lögreglu í Mississippi í Bandaríkjunum en flúđi af vettvangi, ţó komst hann ekki langt. Meira
Innlent 22. júl. 2014 13:30

Skorađ á stjórnvöld ađ slíta stjórnmálasambandi viđ Ísrael

Ţađ er löngu fullreynt ađ ţađ ţýđir ekkert ađ rćđa viđ Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:45

Skorađ á Sigmund Davíđ ađ gerast grćnmetisćta

Skorađ hefur veriđ á forsćtisráđherrann ađ gerast grćnmetisćta í ţrjá mánuđi. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:02

Formađur Vina Ísraels kennir Hamas um átökin

"Hvort sem er haldiđ međ einum eđa öđrum, ţađ ţarf ađ ljúka ţessu af,“ segir Ólafur Jóhannsson. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Vilja veitingastađ viđ samrćktunarstöđ

Ragnheiđur Ţórarinsdóttir, framkvćmdastýra fyrirtćkisins Svinna, vinnur ađ ţví ásamt nokkrum líffrćđinemendum ađ koma á fót fyrirtćki sem mun reka samrćktunarstöđ ţar sem rćkta á grćnmeti, ávexti, kry... Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Slysum fćkkar samhliđa dýrara ökunámi

Kostnađur viđ ökunám hefur hćkkađ um tćp ţrjátíu prósent á áratug vegna breytinga á náminu. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Ekkert leiđbeint um notkun stćđiskorta fyrir fatlađ fólk

Mćlst er til ţess ađ ríki innan EES gefi út upplýsingar um notkun svokallađra P-merkja til ađ tryggja ađgengi hreyfihamlađra. Ekki er hćgt ađ nálgast upplýsingar um kortin á Íslandi. Vont ástand, segi... Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Rauđi krossinn styrkir Gasa

Heilar 10 milljónir farnar til Rauđa hálfmánans í Palestínu. Meira
Innlent 22. júl. 2014 11:45

„Ţetta var öđruvísi bit en öll bit sem ég hef fengiđ“

Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagđi frá ţví í Bítinu í morgun ţegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirđi. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Jörđin gleypti hvolp á Vatnsleysuströnd
Fara efst